SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
 • SKILVIRK SKRÁNING
  SKAPANDI ÞEKKING

  Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
  ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Einstaklingsframtöl 2010

Í dag, 11 mars opnar Ríkisskattstjóri fyrir skil einstaklinga á netinu. Um leið hefst vinna bókara, endurskoðenda og annarra aðstoðarmanna við skattskil fyrir þá sem einhverra hluta vegna vilja fela fagaðilum þá vinnu.

Við hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands erum að sjálfsögðu til í slaginn og væntum þess að geta leyst vanda sem flestra fyrir tilskilinn frest. Viljum við eindregið benda þeim, sem hyggjast leita til okkar í ár að hafa samband sem fyrst. Við minnum um leið á að komi gögn viðskiptavina í hús með eðlilegum fyrirvara ábyrgjumst við skil innan tímamarka, enda hafa okkar viðskiptaaðilar ekki þurft að sæta áætlun opinberra gjalda síðan starfsemi SKRA hófst, nema gagnaskil til okkar hafi dregist úr hófi.

Þjónusta við atvinnulíf á Austurlandi

Skrifstofuþjónusta Austurlands (SKRA) hefur nú starfað í 4 ár og þjónað um það bil þrjú hundruð fyrirtækjum og einstaklingum við bókhald, gerð ársreikninga, skattframtala auk annarra tengdra verkefna.

Til fyrirtækisins var stofnað í samstarfi milli KPMG hf. og Sigurjóns Bjarnasonar og er skrifstofa félagsins að Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum.

Kappkostað hefur verið að
 • veita trausta, persónulega og hagkvæma þjónustu,
 • standa skil á gögnum til hins opinbera fyrir eindaga.
 • útvega þekkingu og sérfræðiþjónustu, sem hentar hverju verkefni,
 • halda trúnað gagnvart viðskiptavinum,
 • tryggja afleysingu í orlofi svo að viðskiptavinur getur ávallt gengið að þjónustu vísri og að
 • vista gögn hjá vottuðum hýsingaraðila, sem veitir fullkomnustu vírusvörn og trygga afritatöku.

Starfsstöðvar fyrirtækisins eru fjórar, á Egilsstöðum, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði og á Reyðarfirði.

Á Egilsstöðum og Reyðarfirði hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG starfsstöðvar í sama húsnæði og SKRA. Nokkuð fer í vöxt að meðalstór fyrirtæki feli fagaðilum bókhald eða hluta af skrifstofuverkefnum, sérstaklega ef ekki er grundvöllur fyrir fullu starfi á skrifstofu. Leiðir það gjarna til lægri rekstrarkostnaðar og betri einbeitingar að kjarnastarfsemi hvers fyrirtækis auk þess sem með því næst beint samband við fagaðila á sviði fjármála- og skattaráðgjafar.SKRA hefur gert samninga við nokkur fyrirtæki um slíka þjónustu og er reiðubúið að gera föst verðtilboð í afmarkaða þætti. Framkvæmdastjóri Skrifstofuþjónustu Austurlands er Sigurjón Bjarnason, en hann hefur lengi starfað við bókhald og stjórnun fyrirtækja og hefur nýlokið diplomanámi á meistarastigi í skattarétti við Háskólann á Bifröst.

Nýr samstarfsaðili

Þann 14. desember sl. var undirritaður samstarfssamningur Skrifstofuþjónustu Austurlands við fyrirtækið Á.S. Bókhald á Reyðarfirði. Tekur hann gildi frá næstu áramótum og felur í sér aðgang starfsmanna Á.S.Bókhalds að verkbókhaldi SKRA til tímaskráningar sem grundvöll að gerð sölureikninga, um leið og SKRA annast alla sölu og markaðssetningu fyrir Á.S.bókhald.

Markmiðið er að efla þjónustu beggja samningsaðila en viðhalda jafnframt þeirri stefnu að veita persónulega þjónustu, þannig að hver bókari hafi sem nánast samband við sína viðskiptavini.

Þá hefur KPMG sett upp starfsstöð í húsnæði Á.S. bókhalds að Austurvegi 20 Reyðarfirði, og hefur með því nálgast viðskiptavini sína í Fjarðabyggð.

SKRA og KPMG vænta þess að íbúar Fjarðabyggðar nýti sér þá fjölbreyttu þjónustu sem þessi tvö þekkingarfyrirtæki veita og væntir um leið mikils og góðs af samstarfi við starfsfólk Á.S.Bókhalds, þær Sigurbjörgu Hjaltadóttur og Sigríði Ólafsdóttur.

Verkefnum fjölgar

Nú hefur framtölum ársins verið skilað inn og hefur starfsfólki Skrifstofuþjónustu Austurlands tekist að standa skil á skattframtölum fyrir alla þá sem á annað borð skiluðu inn gögnum í tæka tíð. Verkefnum hefur fjölgað nokkuð frá fyrra ári. Þá var heildarfjödli innsendra framtala 245, en fjöldinn í ár er 287. aukning um 17%.

Framtöl ársins skiptast þannig á milli tegunda og starfsstöðva:

Starfsstöð Einstaklingar Félög Samtals
Egilsstaðir 107 68 175
Borgarfjörður 48 0 48
Seyðisfjörður 47 17 64
  202 85 287

Starfsfólk SKRA þakkar viðskiptavinum fyrir ágætt samstarf á framtalavertíð og hvetur þá til að hafa samband ef athugasemdir eða fyrirspurnir berast frá skattyfirvöldum. Einnig ef spurningar vakna um skattskilin eða viðkomandi ársreikninga. Ef breytingar eru fyrirhugaðar varðandi eignarhald eða nýbreytni í rekstri hvetjum við fólk eindregið til að hafa samband við okkur og munum við leitast við að veita nauðsynlega aðstoð og tengda ráðgjöf.

Skrifstofuþjónustan

Skrifstofuþjónusta Austurlands býður gesti velkomna á heimasíðu sína.

Tilgangur hennar er að kynna starfsemi okkar. Auk þess að veita lágmarksupplýsingar um skattamál og gefa svör við algengustu spurningum á sviði skatta og reikningsskila.
Þá er að finna á síðunni leiðbeiningar um meðferð gagna og skil þeirra til bókunar í þeim tilgangi að tryggja hagkvæm vinnubrögð og um leið sparnað við bókhald og reikningsskil.
Vinsamlega hafið samband við okkur ef þið viljið leita nánari upplýsingar um þjónustusvið SKRA.

Starfsfólk SKRA ehf

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum