SKILVIRK SKRÁNING
SKAPANDI ÞEKKING
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifað þann .
Skrifað þann .
Skrifað þann .
Skrifað þann .
Nú hefur framtölum ársins verið skilað inn og hefur starfsfólki Skrifstofuþjónustu Austurlands tekist að standa skil á skattframtölum fyrir alla þá sem á annað borð skiluðu inn gögnum í tæka tíð. Verkefnum hefur fjölgað nokkuð frá fyrra ári. Þá var heildarfjödli innsendra framtala 245, en fjöldinn í ár er 287. aukning um 17%.
Framtöl ársins skiptast þannig á milli tegunda og starfsstöðva:
Starfsstöð | Einstaklingar | Félög | Samtals |
Egilsstaðir | 107 | 68 | 175 |
Borgarfjörður | 48 | 0 | 48 |
Seyðisfjörður | 47 | 17 | 64 |
202 | 85 | 287 |
Starfsfólk SKRA þakkar viðskiptavinum fyrir ágætt samstarf á framtalavertíð og hvetur þá til að hafa samband ef athugasemdir eða fyrirspurnir berast frá skattyfirvöldum. Einnig ef spurningar vakna um skattskilin eða viðkomandi ársreikninga. Ef breytingar eru fyrirhugaðar varðandi eignarhald eða nýbreytni í rekstri hvetjum við fólk eindregið til að hafa samband við okkur og munum við leitast við að veita nauðsynlega aðstoð og tengda ráðgjöf.
Skrifað þann .
Skrifstofuþjónusta Austurlands býður gesti velkomna á heimasíðu sína.
Tilgangur hennar er að kynna starfsemi okkar. Auk þess að veita lágmarksupplýsingar um skattamál og gefa svör við algengustu spurningum á sviði skatta og reikningsskila.
Þá er að finna á síðunni leiðbeiningar um meðferð gagna og skil þeirra til bókunar í þeim tilgangi að tryggja hagkvæm vinnubrögð og um leið sparnað við bókhald og reikningsskil.
Vinsamlega hafið samband við okkur ef þið viljið leita nánari upplýsingar um þjónustusvið SKRA.
Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.