SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Mannaskipti á Djúpavogi

Vegna veikinda hefur Lilja Dögg Björgvinsdóttir orðið að hverfa úr starfsliði Skrifstofuþjónustu Austurlands. Við hlutverki hennar tekur Ásdís Hafrún Benediktsdóttir viðurkenndur bókari. Ásdís hefur mikla bókhaldsreynslu að baki og er þess vænst að sem flestir rekstraraðilar á Djúpavogi þiggi þjónustu hennar. 

Um leið og við þökkum Lilju ánægjulegt samstarf og óskum henni batnandi heilsu, bjóðum við Ásdísi hjartanlega velkomna til starfa og væntum mikils af samstarfi við hana í framtíðinni.asdis

Að lokinni framtalavertíð

Framtalavertíð að baki

Þegar þetta er ritað hefur starfsfólk SKRIFA lokið við innsendingu allra framtala ársins ásamt sendingu ársreikninga til ársreikningaskrár.
Nokkur fjölgun hefur orðið í hópi viðskiptavina eins og neðanskráð tafla sýnir:

 

 2016

 2018

Fjölgun

 Aukning

Einstaklingar   

332

369

37

11,14%

Lögaðilar

124

151

27

21,77%

Samtals

456

520

64

14,04%

Þrátt fyrir aðgengilegt viðmót á þjónustuvef ríkisskattstjóra www.skattur.is fjölgar þeim einstaklingum sem leita til okkar. Þar er einkum um að ræða erlenda starfsmenn hjá viðskiptavinum okkar og mögulega aðra sem tengjast fyrirtækjunum, en lögaðilum í viðskiptum hjá okkur fjölgar jafnt og þétt.

Þó að skilafrestur hefur verið styttur bæði hjá einstaklingum og lögaðilum hefur okkur tekist að koma frá okkur framtölum og ársreikningum þeirra sem skiluðu okkur gögnum í tæka tíð.

En þó að þetta hafi sloppið til hjá SKRIFA eru margir kollegar okkar í verri málum og stefna samtök okkar að samræðum við ríkisvaldið um að breyta tilhögun skattskila þannig að þau megi dreifast betur, þar sem styttur frestur hefur þýtt aukið álag á starfsfólk bókhalds- og endurskoðunarstofa með aukinni villuhættu í framtölum og þar með ótraustari skattstofnum. Verður að vænta þess að ríkisvaldið hafi skilning á þessum málum.

Guðjón Smári kveður.

Guðjón Smári Agnarsson hefur nú látið af störfum hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands fyrir aldurs sakir. Samstarfsfólk þakkar Smára fyrir frábært samstarf og góða viðkynningu, en við höfum notið liðsinnis hans einkum á sviði skatta- og uppgjörsmála síðustu 2-3 árin.

Óskum við honum alls hins besta í framtíðinni.

Starfsfólk SKRIFA.SmariA

Um skil framtala og ársreikninga

Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að ljúka álagningu opinberra gjalda á einstaklinga þann 1. júní næstkomandi, sem er mánuði fyrr en á síðasta ári. Mikilvægt er því að þeir sem veita þjónustu við framtalagerð virði tímamörk og skili framtölum í tæka tíð svo að ekki komi til áætlunar opinberra gjalda á viðskiptavinina.

Í tilefni af þessu tókum við hjá SKRIFA stöðuna við framtalagerð áður en páskahátíðin gekk í garð.

Niðurstaðan var sú að vinnunni hefur miðað vel og virðast viðskiptavinir okkar geta treyst því að framtöl þeirra skili sér í tíma, svo að ekki komi til áætlunar opinberra gjalda í ár.

Skattframtöl eru unnin á vegum SKRIFA á Egilsstöðum, Borgarfirði og Reyðarfirði, en einnig er stefnt að því að starfstöðin á Djúpavogi veiti þá þjónustu enda hafa Lilju borist nokkur slík verkefni nú þegar. Verkefnin eru því ærin á þessum stöðum en einnig er mikið álag á skrifstofu SKRIFA á Seyðisfirði þar sem Eygló sinnir nú bókhaldi Seyðisfjarðarkaupstaðar til bráðabirgða á meðan nýr bókari hefur ekki verið ráðinn til bæjarins í stað Margrétar Veru Knútsdóttur sem lét af störfum í desember síðastliðnum.

Þegar sér fyrir endann á skilum einstaklingsframtala tekur við gerð ársreikninga og framtala fyrir félög, en þeirri vinnu skal lokið fyrir ágústlok næstkomandi. Allmörg félög hafa þó fengið sitt ársuppgjör 2017 hjá SKRIFA nú þegar og er ekki annað fyrirséð en að áætlanir við þá vinnu standist einnig kröfu ríkisskattstjóra auk þess sem skil til ársreikningaskrár í ár ættu að uppfylla kröfu ársreikningalaga.

SB

Kósíkvöld á Skorrastað

Starfsfólk SKRIFA hélt sína árlegu haustgleði þann 18. nóvember sl. Mættir voru flestir starfsmenn SKRIFA ásamt mökum og auk þess tveir gestir frá KPMG, en þeir fá jafnan að fljóta með á slíkar samkomur. Safnast var saman í salarkynnum Skorrahesta ehf. á Skorrastað þar sem borið var fram ljúffengt lambalæri í fitu- og vöðvafyllingarflokki U4 (Evrópustaðall) að viðbættum forréttum og eftirrétti. Móttökur húsbænda voru frábærar, sungið og sögur sagðar. Þá sagði Þórður okkur frá starfseminni, en Skorrahestar ehf. starfa fyrst og fremst á sviði hestaferða en selja jafnframt gistingu ásamt veitingum og ýmissi afþreyingu. Húsmóðirinn, Theodóra, vinnur ýmsa listgripi úr heimafengnu hráefni og selur sem minjagripi.

Mörg okkar voru að fara sína fyrstu ferð í gegnum Norðfjarðargöngin, sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Skrifstofuþjónustu Austurlands, sem gefur sig út fyrir að þjóna öllum fjórðungnum og jafnvel landinu öllu.

Á myndinni sést yfir veislusalinn þar sem húsbóndinn, Þórður Júlíusson, stendur við hlaðborðið.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum