SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Ljót saga - en lærsómsrík

Í árslok 2005 keypti einstaklingur bíl af einkahlutafélagi, sem var alfarið í hans eigu. Í stað þess að staðgreiða bílinn, dróst greiðslan fram á árið 2006, en í mars mánuði það ár var andvirði bílsins greitt að fullu inn í félagið.

Um var að ræða fjárhæð upp á ca 3,7 milljónir.

Í sumar féll dómur í máli þessa einstaklings á þá lund að ríkissjóður eignaðist allt að 50% af andvirði bílsins á grundvelli skattalaga og laga um einkahlutafélög.

Sérfræðingar í skattarétti hafa ekki fundið rök gegn slíkri framgöngu, yfirskattanefnd hefur margsinnis úrskurðað um réttmæti slíkrar eignaupptöku og umboðsmaður Alþingis hefur valið að horfa á þessa þróun með blinda auganu.

Einstaklingurinn var í þessu tilfelli grandlaus um að hann væri að fremja lögbrot og engar viðvaranir voru gefnar áður en skattlagning var ákveðin, aðeins bent á lagagreinar, sem talið var að heimiluðu ríkisvaldinu slíkar aðgerðir.

Verði þessum dómi ekki áfrýjað má búast við því að umboðsmaður fjármálaráðuneytisins, ríkisskattstjóri, láti kanna bókhald allra einkahlutafélaga, þar sem einn maður á ráðandi hlut, skoði nákvæmlega allar hreyfingar á reikningi eiganda og leggi tekjuskatt á þá fjárhæð sem hæst er í krafti þessara lagaákvæða.

Jafnvel þó skuldin standi aðeins í einn dag.

Ástæðan fyrir öllu þessu er einfaldlega sú að löggjafi og framkvæmdavald hafa misst sjónar á muninum á tekjum og lánveitingu, þ.e. skuldasöfnun.

Í ljósi sögunnar er þessi ruglingur eðlilegur

Hins vegar sýnir þetta að mikilvægt er að koma þjóðinni í skilning um það, að fengið lán krefst endurgreiðslu og að undir tekjuhugtakið falla eingöngu atvik þegar aukin verðmæti verða til í höndum skattþegns, en ekki þegar eignir og skuldir hækka að jöfnu.

Sigurjón Bjarnason

Staða verkefna að vori

Starfsfólk SKRA hefur nú að mestu lokið gerð einstaklingsframtala ársins og þar með staðist þær auknu kröfur Ríkisskattstjóra, sem gerðar hafa verið til framtalsskila, en lokadagur er nú auglýstur 19. maí. Í þessu hefur SKRA því uppfyllt þær kröfur sem almennt eru gerðar til áreiðanleika og stundvísi á okkar starfssviði.

Enn eru þó margir ársreikningar félaga ógerðir, en frestur til skila á framtölum lögaðila er til 15. september næstkomandi. Þróun markaðarins er að verða sú að sumarið er orðinn háannatími, en margir viðskiptavinir okkar, einkum ferðaþjónustuaðilar, hafa langmest umleikis yfir sumarmánuðina.

Segja má að álag á starfsfólk SKRA sé hæfilegt. Sumarleyfistími er nú að hefjast og höfum við lagt drög að "vaktaskiptum" sumarsins. Nýir viðskiptavinir eru þó að sjálfsögðu alltaf velkomnir og áfram munum við veita þjónustu á sem flestum sviðum sem tengjast reikningsskilum og skattskilum.

Framtalsskil 2010

Tekin hafa verið saman skil framtala á vegum Skrifstofuþjónustu Austurlands árið 2010 og eru þau eins og þessi tafla sýnir.

  Einstaklingar Félög  
Borgarfjörður 39 0 39
Egilsstaðir 106 74 180
Reyðarfjörður 122 0 122
Seyðisfjörður 44 13 57
Samtals 311 87 398

Sé borið saman við fyrra ár hefur skiluðum framtölum fjölgað um 111, en ný starfsstöð, Reyðarfjörður, skilar inn 122 framtölum. Fækkun einstaklingsframtala annarra starfsstöðva nemur 13 framtölum, en félagaframtölum fjölgar um tvö.

Ný hýsingarþjónusta

Í byrjun september flutti Skrifstofuþjónusta Austurlands öll sín gögn yfir í hýsingu hjá EJS. Fram að því hafði SKRA nýtt þjónustu Skyggnis, áður Nýherja, áður Tölvusmiðju Austurlands.

Um leið og við væntum góðs samstarfs við EJS viljum við þakka þeim fjölmörgu einstaklingum sem hafa þjónað okkur hjá fyrri hýsingaraðilum fyrir auðsýnda þolinmæði og þjónustulund.

Við þetta tækifæri tók Skrifstofuþjónustan upp nýtt netfang, www.skrifa.is sem að vísu hefur ekki verið tengt við heimasíðu, en starfsfólkið hefur nú verið tengt við hið nýja lén, þó að það gamla verði einnig í sambandi næstu mánuði.

Ingibjörg skiptir um starf

Ingibjörg Jónsdóttir, sem hefur verið lausráðinn starfsmaður Skrifstofuþjónustu Austurlands undanfarna mánuði, hefur nú fengið 100% stöðu sem verkefnastjóri hjá Þróunarfélagi Austurlands. Mun hún hefja störf á þeim vettvangi í byrjun apríl.

Skrifstofuþjónusta Austurlands þakkar Ingibjörgu fyrir frábært samstarf, óskar henni til hamingju með hið ný jastarf og árnar henni allra heilla í framtíðinni.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum