SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Áramótakveðja

Ágæti heimasíðugestur!

Eftir umbreytingar síðasta árs þökkum við öllum samstarfsaðilum okkar samstarf liðinna ára

Fögnum nýju ári sem mun færa okkur ný verkefni og ný tækifæri.

Starfsfólk SKRA

Egilsstöðum - Borgarfirði eystri - Seyðisfirði - Fjarðabyggð.

KPMG selur hlut sinn í SKRA

Þau tíðindi gerðust í september síðastliðnum að annar stofnaðili Skrifstofuþjónustu Austurlands, endurskoðunarfyrirtækið KPMG, seldi hlut sinn í félaginu. Þrír meðeigendur nýttu forkaupsrétt sinn en eftirstöðvarnar keypti Á.S. bókhald ehf. á Reyðarfirði. 

Er forsvarsmönnum KPMG þakkað ágætt samstarf við uppbyggingu SKRA um leið og við bjóðum þau Sigurbjörgu og Ásmund, eigendur Á.S. bókhalds velkomin í hluthafahópinn. Samstarfssamningur er enn í gildi við KPMG og er stefnt að því að í framtíðinni tengist fyrirtækin gegnum húsnæði eða á annan hátt.

Eftir þessi eigendaskipti skiptist eignarhald Skrifstofuþjónustu Austurlands þannig:

Snotra ehf. (Sigurjón Bjarnason) 40%
Á.S. bókhald ehf. 25%.
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði 15%
Margrét Vera Knútsdóttir Seyðisfirði 10%
Sigrún Ingadóttir Egilsstöðum 10%

Starfsstöðvarnar eru áfram fjórar:
Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum.
Heiðmörk Borgarfirði eystra.
Hafnargata 28 Seyðisfirði.
Austurvegur 20 Reyðarfirði

Svartnætti á Skálanesi

Starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands hélt árshátíð sína helgina 19-20. nóvember.

Í ár var notið gestrisni Skálanesbænda, Rannveigar Þórhallsdóttur og Ólafs Péturssonar og notið góðra heimafenginna veitinga. Skroppið var í heita pottinn fyrir kvöldmatinn. Þar áður litið undir Skálanesbjargið þar sam fuglinn ýmist kúrði á sillum eða sat á sjónum.

Stjörnubjartur himinn vakti hrifningu gesta eftir kvöldmatinn og að lokum var setið og spjallað fram yfir miðnætti og flutti Ólafur Skálanesbóndi meðal annars ýmsan fróðleik um Skálanes að fornu og nýju.

 

Okkar þjónusta

Ágæti stjórnandi!

•1. Viltu vinna bókhaldið þitt sjálfur?
•2. Vantar þig örugga handleiðslu?
•3. Er bókhaldið vistað í öruggu umhverfi?
•4. Viltu lækka reikning endurskoðandans?
•5. Viltu velja bókhaldsforritið sjálfur?

Þjónusta okkar er sveigjanleg eftir þínum þörfum og vilja.

Auk þess að veita alhliða þjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu og sölureikningagerðar, bjóðum við upp á þá verkaskiptingu, sem hentar hverjum og einum. Þá er sameiginlegur aðgangur að bókhaldi mikið framfaraspor frá því að senda bókhaldseintök á milli aðila, sem býður villum og tvíverknaði heim.

Ársreikningagerð og skattskil eru okkar sérgrein, enda hefur framkvæmdastjóri SKRA áratugareynslu og því sviði og náði mastersgráðu í skattarétti við Háskólann á Bifröst hrunhaustið 2008!

Skrifstofuþjónust Austurlands rekur starfsstöðvar á Egilsstöðum, Borgarfirði, Seyðisfirði og í Fjarðabyggð og er í nánu sambandi við Blika ehf. á Vopnafirði.

Ljót saga - en lærsómsrík

Í árslok 2005 keypti einstaklingur bíl af einkahlutafélagi, sem var alfarið í hans eigu. Í stað þess að staðgreiða bílinn, dróst greiðslan fram á árið 2006, en í mars mánuði það ár var andvirði bílsins greitt að fullu inn í félagið.

Um var að ræða fjárhæð upp á ca 3,7 milljónir.

Í sumar féll dómur í máli þessa einstaklings á þá lund að ríkissjóður eignaðist allt að 50% af andvirði bílsins á grundvelli skattalaga og laga um einkahlutafélög.

Sérfræðingar í skattarétti hafa ekki fundið rök gegn slíkri framgöngu, yfirskattanefnd hefur margsinnis úrskurðað um réttmæti slíkrar eignaupptöku og umboðsmaður Alþingis hefur valið að horfa á þessa þróun með blinda auganu.

Einstaklingurinn var í þessu tilfelli grandlaus um að hann væri að fremja lögbrot og engar viðvaranir voru gefnar áður en skattlagning var ákveðin, aðeins bent á lagagreinar, sem talið var að heimiluðu ríkisvaldinu slíkar aðgerðir.

Verði þessum dómi ekki áfrýjað má búast við því að umboðsmaður fjármálaráðuneytisins, ríkisskattstjóri, láti kanna bókhald allra einkahlutafélaga, þar sem einn maður á ráðandi hlut, skoði nákvæmlega allar hreyfingar á reikningi eiganda og leggi tekjuskatt á þá fjárhæð sem hæst er í krafti þessara lagaákvæða.

Jafnvel þó skuldin standi aðeins í einn dag.

Ástæðan fyrir öllu þessu er einfaldlega sú að löggjafi og framkvæmdavald hafa misst sjónar á muninum á tekjum og lánveitingu, þ.e. skuldasöfnun.

Í ljósi sögunnar er þessi ruglingur eðlilegur

Hins vegar sýnir þetta að mikilvægt er að koma þjóðinni í skilning um það, að fengið lán krefst endurgreiðslu og að undir tekjuhugtakið falla eingöngu atvik þegar aukin verðmæti verða til í höndum skattþegns, en ekki þegar eignir og skuldir hækka að jöfnu.

Sigurjón Bjarnason

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum