SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Yfirlit ársins

Nú þegar líður að árslokum er rétt að líta yfir árangurinn frá síðustu áramótum og það helsta sem á dagana hefur drifið hjá starfsfólki SKRA.

Skattavertíðin hófst á hefðbundnum tíma í febrúar-mars og voru einstaklingar afgreiddir fyrir 31. maí. Náðu allir álagningu sem á annað borði skiluðu gögnum í tæka tíð. Ársreikningagerð fyrir félög hófst í janúar og stóð til september loka. Síðbúnir voru fjórir, sem voru sendir inn í kærufresti.

Skilað var nálægt 390 skattframtölum, þar af um það bil 90 lögaðilum en 300 einstaklingum. Öfugt við það sem búast má við, hefur fjölgað gerð einstaklingsframtala. Kemur það á óvart þar sem nú er framtalsgerð orðin afar auðveld á netinu fyrir fólk sem lítil umsvif hefur.

Á árinu tókum við að okkur bókhald fyrir hina nýstofnuðu Austurbrú og tökum þar með þátt í þeirri ánægjulegu uppbyggingu, sem þar á sér stað.

Viðskiptamannahópurinn er að öðru leyti nokkuð stabíll, endurnýjun lítil. Gjaldþrot eru ekki áberandi í okkar viðskiptamannahópi, sem betur fer, en einn og einn nýr viðskiptaaðili birtist, sem alltaf er gleðilegt.

Án þess að formleg könnun hafi verið gerð, skynjum við almenna ánægju með þá þjónustu, sem við veitum og komi upp kvartanir, sem gerist á bestu bæjum, reynum við að bæta úr því sem áfátt þykir.

Með nýju ári eru gerðar nýjar heitstrengingar. Starfsfólk SKRA ætlar þá að gera enn betur og uppfylla þarfir viðskiptavina eftir því sem best gerist á þessu sviði. Mannskapurinn er líka orðinn vel þjálfaður, bæði á hinu faglega sviði og í samstarfi í fjarlægð, sem ekki er alveg vandalaust.

Þau sem starfa að bókhalds, uppgjörs og skattaþjónustu hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands eru:

Björn Aðalsteinsson Borgarfirði eystra.
Margrét Vera Knútsdóttir Seyðisfirði
Sigrún Ingadóttir Egilsstöðum.
Sgríður Ólafsdóttir Reyðarfirði
Sigurbjörg Hjaltadóttir Reyðarfirði.
Sigurjón Bjarnason Egilsstöðum.

Áramótakveðja

Ágæti heimasíðugestur!

Eftir umbreytingar síðasta árs þökkum við öllum samstarfsaðilum okkar samstarf liðinna ára

Fögnum nýju ári sem mun færa okkur ný verkefni og ný tækifæri.

Starfsfólk SKRA

Egilsstöðum - Borgarfirði eystri - Seyðisfirði - Fjarðabyggð.

KPMG selur hlut sinn í SKRA

Þau tíðindi gerðust í september síðastliðnum að annar stofnaðili Skrifstofuþjónustu Austurlands, endurskoðunarfyrirtækið KPMG, seldi hlut sinn í félaginu. Þrír meðeigendur nýttu forkaupsrétt sinn en eftirstöðvarnar keypti Á.S. bókhald ehf. á Reyðarfirði. 

Er forsvarsmönnum KPMG þakkað ágætt samstarf við uppbyggingu SKRA um leið og við bjóðum þau Sigurbjörgu og Ásmund, eigendur Á.S. bókhalds velkomin í hluthafahópinn. Samstarfssamningur er enn í gildi við KPMG og er stefnt að því að í framtíðinni tengist fyrirtækin gegnum húsnæði eða á annan hátt.

Eftir þessi eigendaskipti skiptist eignarhald Skrifstofuþjónustu Austurlands þannig:

Snotra ehf. (Sigurjón Bjarnason) 40%
Á.S. bókhald ehf. 25%.
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði 15%
Margrét Vera Knútsdóttir Seyðisfirði 10%
Sigrún Ingadóttir Egilsstöðum 10%

Starfsstöðvarnar eru áfram fjórar:
Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum.
Heiðmörk Borgarfirði eystra.
Hafnargata 28 Seyðisfirði.
Austurvegur 20 Reyðarfirði

Svartnætti á Skálanesi

Starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands hélt árshátíð sína helgina 19-20. nóvember.

Í ár var notið gestrisni Skálanesbænda, Rannveigar Þórhallsdóttur og Ólafs Péturssonar og notið góðra heimafenginna veitinga. Skroppið var í heita pottinn fyrir kvöldmatinn. Þar áður litið undir Skálanesbjargið þar sam fuglinn ýmist kúrði á sillum eða sat á sjónum.

Stjörnubjartur himinn vakti hrifningu gesta eftir kvöldmatinn og að lokum var setið og spjallað fram yfir miðnætti og flutti Ólafur Skálanesbóndi meðal annars ýmsan fróðleik um Skálanes að fornu og nýju.

 

Okkar þjónusta

Ágæti stjórnandi!

•1. Viltu vinna bókhaldið þitt sjálfur?
•2. Vantar þig örugga handleiðslu?
•3. Er bókhaldið vistað í öruggu umhverfi?
•4. Viltu lækka reikning endurskoðandans?
•5. Viltu velja bókhaldsforritið sjálfur?

Þjónusta okkar er sveigjanleg eftir þínum þörfum og vilja.

Auk þess að veita alhliða þjónustu á sviði bókhalds, launavinnslu og sölureikningagerðar, bjóðum við upp á þá verkaskiptingu, sem hentar hverjum og einum. Þá er sameiginlegur aðgangur að bókhaldi mikið framfaraspor frá því að senda bókhaldseintök á milli aðila, sem býður villum og tvíverknaði heim.

Ársreikningagerð og skattskil eru okkar sérgrein, enda hefur framkvæmdastjóri SKRA áratugareynslu og því sviði og náði mastersgráðu í skattarétti við Háskólann á Bifröst hrunhaustið 2008!

Skrifstofuþjónust Austurlands rekur starfsstöðvar á Egilsstöðum, Borgarfirði, Seyðisfirði og í Fjarðabyggð og er í nánu sambandi við Blika ehf. á Vopnafirði.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum