SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Bókhald Seyðisfjarðarkaupstaðar

Í júnímánuði gerði Skrifstofuþjónusta Austurlands samning við Seyðisfjarðarkaupstað um að annast bókhald fyrir bæjarfélagið. Ástæðan er sú að bókari bæjarins sagði starfi sínu lausu frá lokum maímánaðar og hafði ekki tekist að ráða nýjan. Um er að ræða skammtímasamning, sem gildir þangað til lausn hefur verið fengin á þessum málum hjá Seyðisfjarðarkaupstað.

Aðalfundur SKRA 2013

Aðalfundur Skrifstofuþjónustu Austurlands var haldinn þann 11. júní 2013.

Framkvæmdastjóri sagði frá starfsemi liðins árs, sem var með hefðbundnu sniði. Stærsta breytingin var nýr samningur við Austurbrú, en SKRA sér um bókhald og launagreiðslu fyrir hina nýju sjálfseignarstofnun. Afkoma félagsins var heldur lakari en árið áður, en þó viðunandi.

Verkefni hafa verið næg, en þó unnt að bæta við ef býðst.

Nokkur fjölgun virðist vera af skattframtalsverkefnum og hafa skil þessa árs gengið samkvæmt áætlun.

Í stjórn voru kjörin:

Formaður:
Sigurbjörg Hjaltadóttir.

Aðrir í stjórn:
Sigurjón Bjarnason og Sigrún Ingadóttir.

Varastjórn:
Gyða Vigfúsdóttir og Margrét Vera Knútsdóttir.

Framkvæmdastjóri er Sigurjón Bjarnason.

Í ársbyrjun

Ágæti lesandi!

Þegar þetta er ritað höfum við fagnað nýju ári og kvatt hið gamla.

Skrifstofuþjónusta Austurlands nýtur nú vaxandi vinsælda atvinnurekenda á Austurlandi og nokkuð hefur verið um nýja viðskiptavini þessa mánuðina. Mest munar þó um að við höfum tekið að okkur bókhald og launavinnslu fyrir Austurbrú, hina nýju stoðstofnun, sem sett var á stofn á síðasta ári. Talsverður tími hefur farið í uppbyggingu á bókhaldi stofnunarinnar og er þeirri vinnu langt frá því lokið. Hlökkum við til samstarfs við stjórnendur Austurbrúar í framtíðinni og heitum allri okkar aðstoð, sem unnt er að veita til þess að upplýsingakerfið komi að sem mestu gagni.

Við horfum því bjartsýn til framtíðarinnar og höfum nýlega fengið í hendur upplýsingar um skatthlutfall og persónuafslátt fyrir árið 2013, sem má lesa undir flipanum "skattamál".

Starfsmannagleði

Starfsfólk SKRA og KPMG á Austurlandi brá sér á Borgarfjörð laugardaginn 17. nóv. sl. og naut þar dagsins við leiki og slökun í baðhúsi. Vegna veðurs varð að fresta húsaskoðun í Bakkagerðisþorpi. Um kvöldið var sest að borðum í Álfakaffi þar sem við tókum þátt í Kjötkveðjuhátíð Kalla Sveins auk vel heppnaðs dansiballs, sem entist fram eftir nóttu. Myndin sýnir mannskapinn fyrir keppni á "sexleikum", sem haldnir voru í sparkhöll Borgfirðinga undir stjórn heimamanna.

Magga Vera á Seyðisfirði var fjarri góðu gamni, þar sem hún var kölluð í skurðaðgerð daginn áður.

SKRIFA - starfsmannagleði

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum