SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Nýtt logo

Í framhaldi af því að heimasíðunni okkar var breytt í www.skrifa.is var ákveðið að framvegis myndum við nota þetta logo í stað hins upphaflega "SKRA".

Útlitið er það sama, blái ferningurinn með bréfaklemmunni og SKRIFA er einfaldlega skammstöfun á Skrifstofuþjónusta Austurlands eins og SKRA. Netföngin okkar má finna annars staðar hér á síðunni.

SKRIFA | Skrifstofuþjónusta Austurlands

Kveðjugjöf til Margrétar Veru

Eins og fram hefur komið hefur Margrét Vera Knútsdóttir látið af störfum hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands, en hún hefur nú tekið við starfi bæjarbókara á Seyðisfirði. Um leið og við óskum Margréti til hamingju með hið nýja starf, er henni þakkað frábært samstarf á liðnum árum.

Í dag var henni færður lítill þakklætisvottur fyrir áralanga samvinnu, sem er gjafabréf, ávísun á vöruúttekt í Austfirsku ölpunum á Egilsstöðum að fjárhæð 20.000 kr.

SKRIFA - Margrét Vera - Sigurjón Bjarnason

Svona erum við

Ertu að leita að alvöru bókara?
Einhverjum sem skilar virðisaukaskattinum á réttum tíma?
Einhverjum sem sér um launin og staðgreiðsluna?
Einhverjum sem annast sölureikningagerð gegn vægri þóknun?
Einhverjum sem leiðbeinir þér við meðferð og uppröðun fylgiskjala?
Einhverjum sem skilar ársreikningi sem uppfyllir reglur?
Einhverjum sem skilar skattframtali skilvíslega á réttum tíma?
Einhverjum sem veitir trausta ráðgjöf í skattamálum?
Einhverjum sem sér um kærur til ríkisskattstjóra og yfirskattanefndar?
Einhverjum sem hægt er að leita til við sölu félags?
Einhverjum sem aðstoðar við stofnun nýs félags?
Einhverjum sem semur fundargerðir og samninga?
Einhverjum sem setur upp rekstraráætlanir vegna fjármögnunar?
Einhverjum sem nýtur trausts hjá hinu opinbera og lánastofnunum?
Þá ertu á réttum stað hjá okkur.
Erum sjálfstæð en vinnum saman.
Björn á Borgarfirði eystra.
Eygló á Seyðisfirði
Sigurbjörg og Sigríður á Reyðarfirði
Sigurjón og Sigrún á Egilsstöðum.
Skilvirk skráning - skapandi þekking.

Austfirskur bókaradagur

Þann 7. nóvember síðastliðinn var haldinn svokallaður bókaradagur í húsnæði Austurbrúar að Vonarlandi á Egilsstöðum.

Tilgangurinn var að starfandi bókarar hittist og fræðist og efli þannig fagþekkingu í greininni á Austurlandi. Þáttakendur voru 13 og þótti dagurinn takast vel. Var rætt um að halda áfram slíkri starfsemi og hittast a.m.k. einu sinni á ári.

Auk þess sem Austurbrú stóð að verkefninu höfðu þau Jón Árný Þórðardóttir í Neskaupstað, Sigurjón Bjarnason og Karl Lauritzson á Egilsstöðum frumkvæði og fluttu hvert sitt erindið auk þess sem mál stéttarinnar voru rædd í lok fundar.

Þátttaka var án endurgjalds.

Tíðindi ársins

Nokkuð er nú liðið síðan síðustu framtöl ársins voru send inn og var magn þeirra svipað og næsta ár á undan eða um 390 talsins.

Við athugun kom í ljós að rúmlega 200 bókhöld eru í vinnslu hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands, fer líklega hægt fjölgandi án þess að á því hafi verið gerð athugun.

Alltaf ganga einhverjir úr skaftinu af ýmsum ástæðum og nýir viðskiptavinir birtast í staðinn. Gott samstarf er við KPMG, enda eru þeir endurskoðendur að fjölmörgum félögum, sem eru í bókhaldsviðskiptum hjá SKRA.

Í dag, 8. nóvember 2013, stöndum við fyrir austfirskum bókaradegi, þar sem starfandi bókurum á Austurlandi er gefinn kostur á að koma saman, hittast, kynnast og ekki hvað síst læra hver af öðrum á hinu faglega sviði. Samstarfsaðilar eru Jóna Þórðardóttir, löggiltur endurskoðandi hjá Gagnráð ehf. og Karl Lauritzson fyrrverandi skattstjóri. Möguleiki er á að framhald verði á þessari starfsemi, ef áhugi reynist fyrir hendi.

Almennt þykjumst við skynja ánægju með þá þjónustu sem Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir viðskiptavinum sínum, enda höfum við kappkostað að koma til móts við þarfir þeirra og tileinkað okkur þær nýjungar, sem að gagni mega koma í starfinu. Er rétt að nota þennan vettvang til að þakka fyrir það hlýja viðmót sem við höfum hvarvetna mætt af þeirra hálfu allt frá því að starfsemi hófst í byrjun árs 2006.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum