SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Áramót 2014-2015

Ágæti lesandi!

Um leið og við sendum viðskiptavinum okkar nær og fjær okkar bestu óskir um farsæld á komandi ári með þökk fyrir ánægjuleg samskipti á því liðna viljum við benda á að við höfum uppfært skattatölur 2015 undir flipanum skattamál>helstu tölur.

Verðum til þjónustu reiðubúin á nýja árinu eins og endranær.

Starfsfólk SKRIFA.

Nýjung í þjónustu SKRIFA

Nýlega gerði Skrifstofuþjónusta Austurlands samning við Alcoa Fjarðaál sf. sem felur í sér kaup á þjónustu smærri verktaka sem starfa fyrir Alcoa og endursölu hennar til álversins. Auk þess er hlutverk Skrifstofuþjónustunnar að veita verktökum þessum þjónustu við bókhald, launaútreikning, sölureikningagerð og annað það sem viðvíkur reikningsskilum og skattamálum þeirra.

Markmið Alcoa með þessu er að fækka birgjum, en jafnframt að tryggja örugg skil þeirra sem selja þeim þjónustu sína á sköttum og öðrum lögbundnum sjóðagjöldum.

Nú þegar er verið að semja við fyrsta undirverktakann, en reynslan á eftir að skera úr um hvort þetta fyrirkomulag henti fleirum.

Skrifstofuþjónusta Austurlands - SKRIFA - fagnar þessum áfanga og væntir þess að með samningi þessum opnist nýjar leiðir til vaxtar fyrirtækisins og aukinni fjölbreytni í þjónustu, sem ætti eftir að nýtast sem flestum í austfirsku atvinnulífi.

Eygló í fullt starf

SKRIFA - Eygló JóhannsdóttirNú um mánaðamótin kemur Eygló Jóhannsdóttir í fullt starf hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands, en hún hefur starfað í Landsbankanum í hálfu starfi til þessa. Samstarfsfólkið fagnar þessu og býður Eygló velkomna/alkomna til starfa.

Verkefnastaða á Seyðisfirði virðist góð og Seyðfirðingar eru samtaka um að byggja upp atvinnulíf staðarins meðal annars með því að nota þá reikningsskilaþjónustu sem veitt er í héraði.

Frádráttur frá ökutækjastyrk 2014

Í síðasta bloggi var farið yfir nýjar reglur varðandi frádrátt launþega á móti fengnum dagpeningum, einkum frá félagi þar sem þeir eru ráðandi aðilar. Sérstaklega skal tekið fram að þetta á ekki við þegar launþegar eru ótengdir vinnuveitanda. Skæðar tungur segja reyndar að til sé fólk á Íslandi sem fái dagpeninga og þar að auki allan útlagðan kostnað endurgreiddan, án þess að til skattskyldra tekna sé talið. Förum ekki nánar út í það.

En auk breyttra frádráttarreglna eru nú breyttir tímar varðandi frádrátt á móti ökutækjastyrk. Í stað þess að tíunda rekstrarkostnað bifreiðar, þegar komið er yfir 3000 km markið, hafa verið sett viðmiðum frádrátt, stiglækkandi eftir því sem eknum kílómetrum fjölgar. Launþegi þarf nú ekki lengur að halda til haga rekstrarkostnaði sínum, en styðst einfaldlega við eftirfarandi töflu við framtalsgerð 2015 vegna tekna á árinu 2014

Lesa meira

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum