SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Nýir liðsmenn

Um leið og við kveðjum gamla árið og heilsum því nýja er okkur ánægja að kynna tvo nýja liðsmenn Skrifstofuþjónustu Austurlands sem eru að hefja störf um þessar mundir.

Lára Björnsdóttir kemur til starfa sem bókari og almennur starfsmaður á skrifstofunni á Austurvegi 20 Reyðarfirði og verður þar til aðstoðar þeim Sigurbjörgu og Sigríði.

Lára hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Olís á Reyðarfirði og séð um verkbókhald hjá Launafli.

Guðjón Smári Agnarsson mun starfa hjá SKRIFA að Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum og mun sinna bókhaldi, skattskilum og uppgjörsvinnu. Hann hefur fjölbreyttan bakgrunn á sviði stjórnunar og skrifstofustarfa. Síðast starfaði hann hjá ríkisskattstjóra á Egilsstöðum en auk þess hefur hann rekið bókaverslun í Reykjavík verið framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar, svo eitthvað sé nefnt.

Skrifstofuþjónusta Austurlands býður þau Láru og Smára velkomin til starfa og hlakkar til að vinna með þeim að hinum fjölbreyttu verkefnum sem SKRIFA hefur með höndum.

 

 

10 ára kennitala

Fyrir nokkrum dögum áttaði undirritaður sig á því að Skrifstofuþjónusta Austurlands hefur nú starfað í 10 ár og rúmlega það. Þetta gerðist einhvern tíma þegar mér varð litið á kennitöluna sem endar á 05.

Það eru semsé rúm 10 ár síðan undirritaður ásamt forstöðumönnum KPMG stofnuðu þetta félag sem skyldi veita alhliða þjónustu á sviði skrifstofustarfa, svo sem sölureikningagerðar, launavinnslu bókhalds, reikningsskila og skattskila í nánu samstarfi við endurskoðendur KPMG og átti þetta að koma til móts við ýmsar þarfir smærri atvinnurekenda austanlands sem stóru endurskoðunarfyrirtæki hentaði ekki að uppfylla.

Undirritaður var í fyrstu eini starfsmaður fyrirtækisins en fljótlega bættist liðsauki, Ragnheiður Thorarensen, sem starfaði um nokkurt skeið hjá félaginu. Þá bættust Elín Sigríður Einarsdóttir og Sigrún Ingadóttir fljótlega í hópinn, en sú síðarnefnda starfar enn hjá SKRIFA.

Mikilvæg breyting var gerð á starfsemi félagsins þegar starfandi bókarar á Borgarfirði eystra, Seyðisfirði og Reyðarfirði gengu til samstarf við SKRIFA og stofnaðar voru starfsstöðvar á öllum þessum stöðum. Þetta voru þau Björn Aðalsteinsson á Borgarfirði, Margrét Vera Knútsdóttir á Seyðisfirði og Sigurbjörg Hjaltadóttir á Reyðarfirði. Samstarf þessa fólks hefur gengið með ágætum og óhætt að segja að viðskiptavinir hafi notið mikils góðs af því að hafa viðskipti við traustan þjónustuaðila sem býr yfir þeirri miklu reynslu og þekkingu sem þessir bókarar hafa tileinkað sér. Fyrir tveim árum færði Margrét sig yfir í annað starf og Eygló Björg Jóhannsdóttir tók við rekstri stofunnar á Seyðisfirði, sem hefur blómgast í hennar umsjá.

Róttækar breytingar voru gerðar á eignarhaldi SKRIFA árið 2011 þegar KPMG seldi hlut sinn í félaginu og gafst starfsfólkinu tækfæri til á að kaupa hlut sinn í félaginu. Hefur það síðan verðir alfarið í eigu starfsmanna.

Staðan í dag er sú að verkefnin eru ærin og listinn yfir þau lengist stöðugt. Samstarf við forystumenn og sérfræðinga innan KPMG hefur verið gott en auk þess er SKRIFA aðili að Félagi bókhaldsstofa og nýtur margháttaðrar faglegrar aðstoðar á vettvangi FBO.

Þegar líður að lokum 10 almanaksársins sem Skrifstofuþjónusta Austurlands hefur starfað er ekki annað að sjá en að þessi fyrsti áratugur hafi verið farsæll og að öll efni séu til bjartsýni fyrir hönd félagsins á komandi tímum.

Sigurjón Bjarnason.

Haustfagnaður SKRIFA á Seyðisfirði

 

Haustfagnaður starfsfólks SKRIFA var haldinn á Seyðisfirði laugardaginn 14. nóvember.

Mættir voru allir starfsmenn ásamt mökum (metþátttaka) og gestir voru Ingimar og Linda frá KPMG. Bráðskemmtilegur hópur. Dagskráin var í boði heimamanna og skipulögð af Eygló. Byrjað var að klífa upp að listaverkinu "Tvísöng" og tekið lagið þar inni. Fengu menn bergmál af sjálfum sér og öðrum í eyrun allt eftir því hvar staðið var. Þá sýndi Pétur Kristjánsson okkur Tækniminjasafnig og Ólöf María Gísladóttir leiddi okkur götur Seyðisfjarðar og lýsti merkilegum húsum. Að því búnu kynntum við okkur LungA-skólann sem er lýðskóli starfræktur á alþjóðavísu.

Eftir að hafa fengið kynningu á myndlistarsýningu í Skaftfelli hjá Tinnu forstöðumenni myndlistarmiðstöðvarinnar var etinn glæsilegur kvöldverður á bistróinu í sama húsi. Að lokum komið við á kránni "Hjá Láru" á leið í háttinn. Eftirminnilegur dagur í ótrúlega góðu veðri þrátt fyrir dapra spá.

Framkvæmdastjóri óskast

Við hjá SKRIFA – Skrifstofuþjónustu Austurlands leitum að framkvæmdastjóra.

Við erum 6 manna samhentur hópur sem starfar á fjórum stöðum á Austurlandi og veitum víðtæka þjónustu á sviði bókhalds, reikningsskila og skattskila til fyrirtækja og einstaklinga um allt land.

Framkvæmdastjóri þarf að hafa góða innsýn á þennan vettvang og farsælan feril að baki.

Fróðleik um fyrirtækið er að finna hér á heimasíðunni og frekari upplýsingar má fá með því að hringja í síma 471 1171 eða senda fyrirspurn til Sigurjóns Bjarnasonar á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Starfsfólk SKRIFA.

Frá aðalfundi 2015

Á aðalfundi Skrifstofuþjónustu Austurlands sem haldinn var nýlega baðst Sigurjón Bjarnason lausnar frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri félagsins. Enginn framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn að svo stöddu, en Sigurjón situr í stjórn félagsins áfram og mun starfa hjá því um óákveðinn tíma.

Í stjórn félagsins voru kjörin á aðalfundinum:

Sigurbjörg Hjaltadóttir formaður

Sigrún Ingadóttir meðstjórnandi

Sigurjón Bjarnason meðstjórnandi.

Varamenn í stjórn:

Gyða Vigfúsdóttir og Eygló Björg Jóhannsdóttir.

Fram kom á fundinum að nokkuð væri um ný verkefni hjá félaginu. Meðal annars hefur Austurbrú ses. leitað eftir aðstoð við bókhalds- og launavinnslu og kallar það á viðbótarmannafla sem leitað verður eftir á næstu dögum.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum