SKILVIRK SKRÁNING
SKAPANDI ÞEKKING
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifað þann .
Nú um mánaðamótin lætur Lára Björnsdóttir af störfum hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands. Lára hefur starfað við almenn bókhaldsstörf í hlutastarfi á skrifstofunni á Reyðarfirði í um það bil eitt og hálft ár. Samstarfsfólk Láru þakkar henni farsælt samstarf og óskar henni alls góðs í framtíðinni.
Skrifað þann .
Skrifað þann .
Starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands gerði sér glaðan dag laugardaginn 22. október síðastliðinn. Heimsóttir voru Suðurfirðirnir, fyrst Norðurljósasetrið á Fáskrúðsfirði, sem hefur nú þegar sannað sig og dregið að sér mikinn fjölda ferðamanna með sínum mögnuðu myndum, sem flestar eru teknar af þeim Jóhönnu og Jónínu, sem eru ásamt öðrum eigendum að stofnuninni.
Þá var ekið til Stöðvarfjarðar þar sem Sköpunarmiðstöð Íslands var skoðuð og frumleikinn er allsráðandi við uppbyggingu alþjóðlegar og fjölbreyttrar listsköpunaraðstöðu.
Starfsmannagleðinni lauk með veislu á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík, tónleikum þeirra Friðriks Ómars og Jógvans Hansens og dansleik í hinum glæsilega sal sem innréttaður hefur verið í hluta frystihússins á Breiðdalsvík. Fimmtán manna fríður hópur tók þátt í þessari ánægjulegu upplyftingu.
Á myndinni sem er tekin í Norðurljósasetrinu eru talið frá vinstri: Gyða og Sigurjón Egilsstöðum, Björn á Borgarfirði, Ásmundur á Reyðarfirði, Elísabet á Borgarfirði, Sigurbjörg á Reyðarfirði, Dánjál og Eygló Seyðisfirði, Sigrún Egilsstöðum, Sigríður Reyðarfirði, Sonia Seyðisfirði, Sigurbjörn Reyðarfirði, Jón Egilsstöðum, Guðjón Smári Egilsstöðum og Máni Seyðisfirði.
Skrifað þann .
Skrifað þann .
Félag bókhaldsstofa eru fagleg samtök þeirra sem starfa á sviði bókhalds og reikningsskila og er sameiginlegur málsvari þeirra gagnvart löggjafa og opinberum stofnunum. Nýlega gengu fjórir bókarar SKRIFA í samtökin, þau Björn Aðalsteinsson, Eygló Jóhannsdóttir, Guðjón Smári Agnarsson og Sigrún Ingadóttir í FBO. Áður voru Sigurbjörg Hjaltadóttir og Sigurjón Bjarnason orðin félagar í samtökunum.
Væntum við hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands að þessi innganga okkar styrki bæði Félag bókhaldsstofa og okkar vinnustað, SKRIFA - Skrifstofuþjónustu Austurlands.
Nánar á www.fbo.is
Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.