SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Lára lætur af störfum.

Lára

Nú um mánaðamótin lætur Lára Björnsdóttir af störfum hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands. Lára hefur starfað við almenn bókhaldsstörf í hlutastarfi á skrifstofunni á Reyðarfirði í um það bil eitt og hálft ár. Samstarfsfólk Láru þakkar henni farsælt samstarf og óskar henni alls góðs í framtíðinni. 

Nýr starfsmaður

Sonia1 Í haust kom Sonia Del Carmen Stefánsson til starfa hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands á Seyðisfirði. Sonia er kandidat (Bacchelor) í listum með alþjóðlegar tengingar frá Florida Intirnational University hefur reynslu á sviði sölu- og fjármálaráðgjafar í Bandaríkjunum áður en hún flutti til Íslands árið 2013, en hefur síðan meðal annars stjórnað ræstingum á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Hún er fædd árið 1976, er í sambúð með Mána Stefánssyni á Seyðisfirði og hefur náð góðum tökum á íslensku.  Samskipti við erlenda aðila fara vaxandi hjá okkur, ekki síst á Seyðisfirði og bjóðum við Soniu velkomna til starfa og væntum þess að hún kunni vel við sig í öflugum starfsmannahópi SKRIFA.

Starfsmannagleði SKRIFA

Starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands gerði sér glaðan dag laugardaginn 22. október síðastliðinn. Heimsóttir voru Suðurfirðirnir, fyrst Norðurljósasetrið á Fáskrúðsfirði, sem hefur nú þegar sannað sig og dregið að sér mikinn fjölda ferðamanna með sínum mögnuðu myndum, sem flestar eru teknar af þeim Jóhönnu og Jónínu, sem eru ásamt öðrum eigendum að stofnuninni.

Þá var ekið til Stöðvarfjarðar þar sem Sköpunarmiðstöð Íslands var skoðuð og frumleikinn er allsráðandi við uppbyggingu alþjóðlegar og fjölbreyttrar listsköpunaraðstöðu.

Starfsmannagleðinni lauk með veislu á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík, tónleikum þeirra Friðriks Ómars og Jógvans Hansens og dansleik í hinum glæsilega sal sem innréttaður hefur verið í hluta frystihússins á Breiðdalsvík. Fimmtán manna fríður hópur tók þátt í þessari ánægjulegu upplyftingu.

Á myndinni sem er tekin í Norðurljósasetrinu eru talið frá vinstri: Gyða og Sigurjón Egilsstöðum, Björn á Borgarfirði, Ásmundur á Reyðarfirði, Elísabet á Borgarfirði, Sigurbjörg á Reyðarfirði, Dánjál og Eygló Seyðisfirði, Sigrún Egilsstöðum, Sigríður Reyðarfirði, Sonia Seyðisfirði, Sigurbjörn Reyðarfirði, Jón Egilsstöðum, Guðjón Smári Egilsstöðum og Máni Seyðisfirði.

Vaxandi viðskipti hjá SKRIFA

Nú er lokið framtalavertíð hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands, þeirri elleftu frá því að félagið var stofnað 2005.
Óhætt er að segja að viðskipti hafi vaxið stig af stigi frá upphafi, þó að mikil hreyfing hafi verið á viðskiptavinum því að þó mörg félög lifi í skamman tíma, bætast alltaf ný til að fylla í skörðin og rúmlega það.
Til marks um vöxtinn er fjölgun innsendra framtala en samkvæmt samantekt í er niðurstaðan þessi.

Ártal                                      2014       2016       Fjölgun Aukning
Einstaklingsframtöl                227         332         105            46%
Framtöl lögaðila                     101         124           23            28%
Samtals                                   328         456         128            39%

Athygli vekur fjölgun einstaklingsframtala, en að verulegu leyti skýrist hún af aðstoð við framtalsskil útlendinga og einnig þeirra Íslendinga, sem hafa hluta af tekjum sínum erlendis, en nokkur vöxtur hefur verið í þessari þjónustu hin síðari ár.
Allmörg ný félög hafa verið stofnuð á vegum SKRIFA í ár og samkvæmt lauslegri talningu má búast við að skattframtölum lögaðila fjölgi eitthvað á næsta ári.

Fjórir bókarar SKRIFA í Félag bókhaldsstofa

Félag bókhaldsstofa eru fagleg samtök þeirra sem starfa á sviði bókhalds og reikningsskila og er sameiginlegur málsvari þeirra gagnvart löggjafa og opinberum stofnunum. Nýlega gengu fjórir bókarar SKRIFA í samtökin, þau Björn Aðalsteinsson, Eygló Jóhannsdóttir, Guðjón Smári Agnarsson og Sigrún Ingadóttir í FBO. Áður voru Sigurbjörg Hjaltadóttir og Sigurjón Bjarnason orðin félagar í samtökunum.

Væntum við hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands að þessi innganga okkar styrki bæði Félag bókhaldsstofa og okkar vinnustað, SKRIFA - Skrifstofuþjónustu Austurlands.

Nánar á www.fbo.is

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum