SKILVIRK SKRÁNING
SKAPANDI ÞEKKING
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifað þann .
Nú er framtalavertíð ársins að ljúka og síðustu félagaframtölin og ársreikningarnir að komast til réttra viðtakenda. Þrátt fyrir vaxandi verkefni hefur vinnan gengið vel og mikið og gott starf að baki.
Þar sem nokkrar breytingar hafa orðið á „áhöfn“ SKRIFA síðustu misserin er rétt að fara yfir stöðuna og nefna starfsfólkið sem nú býður þjónustu sína í nafni SKRIFA:
Borgarfjörður eystri:
Björn Aðalsteinsson. Fæddur 1955. Hann hefur áratuga reynslu í bókhaldi, launavinnslu skattskilum og tengdum verkefnum. Hlutastarf hjá SKRIFA frá 2007 Annað starf: Bankamaður hjá Landsbankanum.
Seyðisfjörður:
Eygló Jóhannsdóttir. Fædd 1974. Reynsla af verslunar- og skrifstofustörfum hérlendis og erlendis. Var meðal annars búsett í Færeyjum um skeið. Fullt starf hjá SKRIFA frá 2013.
Sonia Del Carmen Stefánsson. Fædd 1976. Menntuð í alþjóðasamskiptum og vann ýmis störf áður en hún réðst til SKRIFA. Vinnur í almennu bókhaldi og er sérfræðingur okkar í ensku. Hlutastarf hjá SKRIFA frá 2016.
Reyðarfjörður:
Sigurbjörg Hjaltadóttir. Fædd 1959. Rak áður eigin bókhaldsstofu á Reyðarfirði og hefur því áratuga reynslu af bókhalds- og uppgjörsstörfum, góða þekkingu á kjaramálum og hefur mikið fengist við skattalega aðstoð. Fullt starf hjá SKRIFA frá 2010.
Sigríður Stefanía Ólafsdóttir. Fædd 1957. Starfaði með Sigurbjörgu við bókhald áður en þær réðust báðar til SKRIFA. Sinnti verslunarstörfum áður en hún skipti yfir í bókhald, sem hún hefur starfað við lengi. Hlutastarf hjá SKRIFA frá 2010.
Djúpivogur:
Lilja Dögg Björgvinsdóttir. Fædd 1972. Kennari í aðalstarfi til síðasta vors en starfaði jafnframt við bókhald Fiskmarkaðs Djúpavogs. Viðurkenndur bókari vorið 2017. Nýbyrjuð í hlutastarfi.
Egilsstaðir:
Sigurjón Bjarnason. fæddur 1946. Hefur unnið ýmis skrifstofu og stjórnunarstörf. Reynsla í uppgjörs- og skattamálum með meiru. Stofnaði Skrifstofuþjónustu Austurlands ásamt KPMG árið 2005. Fullt starf síðan hjá SKRIFA.
Sigrún Ingadóttir. Fædd 1964. Lengi bankastarfsmaður. Hefur sinnt mjög fjölþættu starfi hjá SKRIFA síðan hún hóf þar störf. Fullt starf frá ársbyrjun 2007.
Guðjón Smári Agnarsson. Fæddur 1948. Starfaði í mörg ár á skattstofunni á Egilsstöðum, en kom allvíða við sögu í eigin rekstri og stjórnunarstörfum á fyrri árum. Vinnur við bókhald, uppgjör og skattskil hjá SKRIFA. Hlutastarf frá desember 2015.
Nanna Hjálmþórsdóttir. Fædd 1986. Viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akureyri. Starfsreynsla frá Íslandspósti ofl. Vinnur við bókhald, uppgjör og skattskil. Fullt starf frá 1. júlí 2017.
Myndir af þessu fólki er að finna undir starfsmannalista á þessari síðu.
Við erum öll reiðubúin að veita þá aðstoð sem við getum, ýmist sem einstaklingar eða með stuðningi hvers annars eftir því sem henta þykir.
Skrifað þann .
Opnuð hefur verið ný starfsstöð Skrifstofuþjónustu Austurlands á Djúpavogi. Forstöðumaður hennar er Lilja Dögg Björgvinsdóttir. Lilja er viðurkenndur bókari og hefur reynslu af bókhaldsstörfum. Skrifstofan er til húsa í Sambúð, (Mörk 9) á Djúpavogi Síminn á skrifstofunni 45 478 1161 og farsími Lilju er 867 9182. Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Um leið og við fögnum Lilju Dögg sem nýjum starfsmanni væntum við þess að atvinnurekendur á Djúpavogi og nágrenni taki þessari auknu þjónustu fagnandi og nýti sér þá þekkingu og reynslu sem starfsfólk SKRIFA býr nú yfir.
Skrifað þann .
Í byrjun júlí hóf Nanna Hjálmþórsdóttir störf hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands á Egilsstöðum.
Nanna er viðskiptafræðingur á fjármálasviði frá Háskólanum á Akureyri (BS) og hefur unnið hjá Íslandspósti og víðar. Hún starfaði hjá SKRIFA sumarið 2008.
Nanna mun starfa við bókhald, launavinnslur, afstemmingar, uppgjör og skattskil eftir því sem verkefni falla til.
Skrifstofuþjónusta Austurlands býður Nönnu velkomna í hóp starfsmanna og af fyrri reynslu vitum við að með henni höfum við fengið öflugan félaga, sem viðskiptavinir okkar geta treyst.
Skrifað þann .
Skrifað þann .
Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.