SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Kótelettukvöld á Skjöldólfsstöðum

Starfsfólk SKRIFA ásamt mökum nutu stórkostlegrar veislu á Skjöldólfsstöðum í gærkvöldi undir ágætri dagskrá húsráðanda, sem sagði sögur á milli þess sem hagyrðingarnir, Jóhannes á Gunnarsstöðum, Andrés á Gilsárvöllum og Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku léku listir sínar.

"Dansur aftaná" að hætti Friðjóns Jóhannssonar.Kótelettukvöld

Nýr starfsmaður á Egilsstöðum

Magda Wróblewska hefur verið ráðin til starfa hjá Skrifstofuþjónusta Austurlands á Egilsstöðum.

Magda hefur stúdentspróf á viðskipta- og skrifstofubraut frá Póllandi en hóf störf í söluskála N1 á Egilsstöðum árið 2006, þar sem hún hefur sinnt umsjón af ýmsu tagi.

Magda talar ágæta íslensku og mun starfa við bókhald afstemmingar, launavinnslur og önnur þau verkefni sem til falla.Magda

Nanna skiptir um vinnuveitanda

Nanna Hjálmþórsdóttir hefur nú látið af störfum hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands og hafið störf hjá KPMG á Egilsstöðum.

Þar sem samstarf milli SKRIFA og KPMG er náið er ekki útilokað að þeir viðskiptavinir sem notið hafa þjónustu Nönnu geti leitað til hennar áfram að gefnu samþykki stjórnenda KPMG

Hér með er Nönnui þakkað ágætt samstarf og henni óskað góðs gengis hjá hinum nýja vinnuveitanda.nanna

Starfsmannaskipti á Seyðisfirði

Í vor lét Sonia del Carmen Stefánsson af störfum hjá okkur og í staðinn hefur Sunna Dögg Guðjónsdóttir tekið til starfa. Um leið og við þökkum Soniu fyrir ágætt samstarf á liðnum árum bjóðum við Sunnu Dögg velkomna til starfa.

Mannaskipti á Djúpavogi

Vegna veikinda hefur Lilja Dögg Björgvinsdóttir orðið að hverfa úr starfsliði Skrifstofuþjónustu Austurlands. Við hlutverki hennar tekur Ásdís Hafrún Benediktsdóttir viðurkenndur bókari. Ásdís hefur mikla bókhaldsreynslu að baki og er þess vænst að sem flestir rekstraraðilar á Djúpavogi þiggi þjónustu hennar. 

Um leið og við þökkum Lilju ánægjulegt samstarf og óskum henni batnandi heilsu, bjóðum við Ásdísi hjartanlega velkomna til starfa og væntum mikils af samstarfi við hana í framtíðinni.asdis

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum