SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Framkvæmdastjóri óskast

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf (SKRIFA) starfar á sviði bókhalds, reikningsskila og skattskila með góð sambönd við endurskoðendur, ríkisskattstjóra og aðrar skyldar stofnanir. 
Fyrirtækið starfar á fjórum stöðum á Austurlandi og fyrirhugar stækkun um eina starfsstöð í ágúst. Stöðugildi eru 7 og fer fjölgandi.
Félagið er í eigu starfsfólks en starf framkvæmdastjóra er laust til umsóknar ásamt möguleika á félagsaðild.
Við leitum að öflugum og jákvæðum samstarfsmanni með reynslu á okkar sviði.
Áhugasamir hafi samband við Sigurbjörgu Hjaltadóttur í s. 471 1123, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.eða Sigurjón Bjarnason s. 471 1171, netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Umsóknarfrestur um starfið er til 5. júlí næstkomandi.

Nánari upplýsingar um starfsemina er að finna á www.skrifa.is

Hrós dagsins frá ánægðum viðskiptavini.

Sælar mínar kæru
Nú er hún Erla á síðustu metrunum með endurskoðunina. Það er óhætt að segja að við höfuð slegið í gegn og rokkað þetta árið. Það fannst engin villa (ekki enn!) og aðgerðalistinn sem við unnum úr athugasemdum endurskoðunar í fyrra er nánast búinn og afgreiddur, flestar athugasemdir eru afgreiddar. 

Ekki nóg með að ársreikningurinn nái markmiðum hvað varðar hagnað, þá höfum við náð þeim markmiðum sem við settum okkur með að gera þetta að besta bókhaldi í heimi!
Svo að ég ætla að baða ykkur í þessu hrósi með mér og segi, vel gert! Kampavín á línuna!
Jónína Brynjólfsdóttir
Austurbrú • Vonarland • Tjarnarbraut 39e • 700 Egilsstaðir

Lára lætur af störfum.

Lára

Nú um mánaðamótin lætur Lára Björnsdóttir af störfum hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands. Lára hefur starfað við almenn bókhaldsstörf í hlutastarfi á skrifstofunni á Reyðarfirði í um það bil eitt og hálft ár. Samstarfsfólk Láru þakkar henni farsælt samstarf og óskar henni alls góðs í framtíðinni. 

Nýr starfsmaður

Sonia1 Í haust kom Sonia Del Carmen Stefánsson til starfa hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands á Seyðisfirði. Sonia er kandidat (Bacchelor) í listum með alþjóðlegar tengingar frá Florida Intirnational University hefur reynslu á sviði sölu- og fjármálaráðgjafar í Bandaríkjunum áður en hún flutti til Íslands árið 2013, en hefur síðan meðal annars stjórnað ræstingum á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Hún er fædd árið 1976, er í sambúð með Mána Stefánssyni á Seyðisfirði og hefur náð góðum tökum á íslensku.  Samskipti við erlenda aðila fara vaxandi hjá okkur, ekki síst á Seyðisfirði og bjóðum við Soniu velkomna til starfa og væntum þess að hún kunni vel við sig í öflugum starfsmannahópi SKRIFA.

Starfsmannagleði SKRIFA

Starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands gerði sér glaðan dag laugardaginn 22. október síðastliðinn. Heimsóttir voru Suðurfirðirnir, fyrst Norðurljósasetrið á Fáskrúðsfirði, sem hefur nú þegar sannað sig og dregið að sér mikinn fjölda ferðamanna með sínum mögnuðu myndum, sem flestar eru teknar af þeim Jóhönnu og Jónínu, sem eru ásamt öðrum eigendum að stofnuninni.

Þá var ekið til Stöðvarfjarðar þar sem Sköpunarmiðstöð Íslands var skoðuð og frumleikinn er allsráðandi við uppbyggingu alþjóðlegar og fjölbreyttrar listsköpunaraðstöðu.

Starfsmannagleðinni lauk með veislu á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík, tónleikum þeirra Friðriks Ómars og Jógvans Hansens og dansleik í hinum glæsilega sal sem innréttaður hefur verið í hluta frystihússins á Breiðdalsvík. Fimmtán manna fríður hópur tók þátt í þessari ánægjulegu upplyftingu.

Á myndinni sem er tekin í Norðurljósasetrinu eru talið frá vinstri: Gyða og Sigurjón Egilsstöðum, Björn á Borgarfirði, Ásmundur á Reyðarfirði, Elísabet á Borgarfirði, Sigurbjörg á Reyðarfirði, Dánjál og Eygló Seyðisfirði, Sigrún Egilsstöðum, Sigríður Reyðarfirði, Sonia Seyðisfirði, Sigurbjörn Reyðarfirði, Jón Egilsstöðum, Guðjón Smári Egilsstöðum og Máni Seyðisfirði.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðsoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum