SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Þjónustuhópar

Einstaklingar með rekstur

Einstaklingar í rekstri hafa afar misjafna færni til að annast eigið bókhald og skattskil.

SKRIFA leggur áherslu á að viðskiptavinir í einkarekstri nýti þá þekkingu, sem þeir ráða yfir, en er jafnframt reiðubúin til samstarfs um hvaðeina, sem eigandinn vill hafa í traustum höndum.

SKRIFA veitir ráðgjöf og þjónustu varðandi reiknað endurgjald og önnur launamál, annast virðisaukaskattskil á grundvelli bókhalds, gerð ársreikninga ásamt skattframtölum með tengdum rekstrarfylgiskjölum. Þá er veitt ráðgjöf og aðstoð við breytingu á rekstri yfir í félagsform.

 

Einstaklingar án rekstrar

Hefðbundin einstaklingsframtöl eru nú í vaxandi mæli unnin af framteljendum sjálfum gegnum vefskil ríkisskattstjóra.

Árleg skattskil kalla þó oft á ýmsar spurningar, sem almenningur hefur ekki svör við. Varða spurningarnar til dæmis kaup og sölu hlutabréfa, viðskipti með íbúðir, meðferð fengins arðs, breytingu á hjúskaparstöðu, erlendar tekjur og margt fleira.

SKRIFA veitir alhliða skattaráðgjöf og aðstoð við gerð skattframtala einstaklinga, einkum ef um viðamikil tímabundin viðskipti er að ræða eða störf á alþjóðlegum vettvangi.

 

Atvinnurekstur í félagsformi

Hlutafélög, einkahlutafélög og sameignarfélög.
SKRIFA annast alla liði bókhalds og notar til þess þann hugbúnað, sem hentar best hverjum aðila. Unnin er launavinnsla, gerð virðisaukaskattskil og eigendum birtar rekstrarniðurstöður eftir óskum þeirra. Þá eru undirbúin árleg reikningsskil, saminn ársreikningur og gert skattframtal ásamt tengdum fylgiskjölum.

SKRIFA annast auk þess bréfaskipti vegna mögulegra fyrirspurna skattyfirvalda og tilkynnir nýskráningu, afskráningu og aðrar breytingar á launagreiðendaskrá og virðisaukaskattskrá.

SKRIFA veitir alhliða þjónustu og ráðgjöf varðandi eigendaskipti á hlutum í félögum, semur skjöl vegna stofnunar og annast frágang mála þegar félag er lagt niður og því slitið.

 

Félagasamtök

SKRIFA vinnur bókhald fyrir frjáls félagasamtök og skilar því af sér í formi fullunnins ársreiknings, sem tilbúinn er til áritunar skoðunarmanna félagsins eða til löggilts endurskoðenda, eftir því sem samþykktir kveða á um. Ef starfsfólk er á launaskrá slíkra samtaka, eða skylda er til skila virðisaukaskatts af starfseminni, annast Skrifstofuþjónusta Austurlands slíka þjónustu eins og hjá öðrum skattskyldum aðilum.

Auk þess er SKRIFA reiðubúin til að aðstoða við hinn félagslega þátt, svo sem aðstoða við fundarstjórn, bréfaskriftir, breytingar samþykkta og margt fleira, sem öflug félagasamtök hafa á verkefnaskrá sinni.

 

Opinberar stofnanir

SKRIFA veitir slíkum stofnunum almenna bókhaldsþjónusta eftir því sem óskað er. Þá er gerður samanburður við fjárhagsáætlun ársins, kostnaður greindur niður á sérverkefni og þær upplýsingar birtar stjórnendum eins oft og þörf gerist. Árlegum niðurstöðum bókhalds er skilað fullfrágengnum til kjörins endurskoðanda, eða í formi ársreiknings eftir því sem reglur viðkomandi stofnunar bjóða.

 

Frumkvöðlar

SKRIFA veitir aðstoð við gerð viðskiptaáætlana og fjárhagsáætlana. Semur ennfremur nauðsynleg gögn vegna stofnunar félags, svo sem stofnfundargerð, stofnsamningur, samþykktir ásamt tengdum gögnum og tilkynningu um stofnun komið á framfæri við fyrirtækjaskrá.
Þá er aðstoðað við að sækja um fé úr sjóðum til uppbyggingar og nýsköpunar atvinnulífs.

 

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum