SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Markmið

  1. Hver viðskiptavinur hafi sinn sjálfstæða þjónustufulltrúa innan SKRIFA.
  2. Samband þessara tveggja aðila sé stöðugt og náið og miði að því að mæta þörfum viðskiptamanns á sem flestum sviðum.
  3. Starfsmenn SKRIFA hafa stuðning hver af öðrum á faglegum sviðum.
  4. Þekking innan fyrirtækisins er almenn og sérfræðiþjónusta innan seilingar.
  5. Bókarar og aðrir starfsmenn SKRIFA hafa nærtæka afleysingu í forföllum eða orlofi.
  6. SKRIFA býður upp á heildstæðar lausnir og almenna þjónustu á öllum sviðum skrifstofuhalds og fjármála, allt frá sölureikningagerð og launavinnslu til ársreiknings og skattskila.
  7. Þó að SKRIFA bjóði upp á þjónustu við reikningsskil og skattskil, er viðskiptavinum frjálst að nýta aðra kosti í þeim efnum.
  8. Á sama hátt annast SKRIFA uppgjör og skattskil, þó bókhald sé unnið af öðrum.
  9. Öll gögn og hugbúnaður eru vistuð hjá hýsingaraðila. Það veitir fullkomnustu vírusvörn og tryggir að afrit sé fyrir hendi ef gögn tapast.
  10. Sjálfstæðir bókarar geta starfað innan SKRIFA með aðsetur utan aðalskrifstofu.

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum