SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Framtíðarsýn

Við stofnun Skrifstofuþjónustu Austurlands var mörkuð svofelld langtímastefna, sem er leiðarljós fyrirtækisins, þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar:

Á Egilsstöðum og víðar á Austurlandi starfar þjónustufyrirtæki, sem býður alla þá þjónustu og upplýsingatækni, sem stjórnendur fyrirtækja þurfa til þess að fylgjast með rekstri sínum og stjórna honum. Fyrirtækið ræður yfir þjálfuðum mannskap á þeim sviðum sem það veitir þjónustu og hefur samstarfssamninga við sérfræðinga, sem leitað er til þegar vinna þarf verkefni, sem krefjast þekkingar sem ekki er að finna innan fyrirtækisins.   Þessir sérfræðingar geta vísað verkefnum til Skrifstofuþjónustu Austurlands, eða keypt þjónustu hennar í vissum tilvikum til endursölu.

Húsnæði - aðstaða

Starfsstöðvar Skrifstofuþjónustu Austurlands eru í rúmgóðu og björtu húsnæði, þar sem annars vegar eru til staðar vinnusalir fyrir skráningarvinnu og önnur einfaldari störf, hins vegar skrifstofur og fundarherbergi þar sem farið er yfir þau mál viðskiptavinanna, sem ræða þarf í einrúmi. Staðsetning fyrirtækisins tekur mið af góðu aðgengi viðskiptalífsins og tengingu við samstarfsaðila.
Fyrirtækið hefur beinar persónulegar tengingar til þeirra aðila, sem starfseminnar vegna er nauðsynlegt að afla upplýsinga og ráðgjafar hjá í einstökum tilvikum.

Tækni

Skrifstofuþjónusta Austurlands ræður yfir fullkomnum hugbúnaði, sem þjónar vel þörfum viðskiptavinanna á sviði skrifstofutækni. Netvæðing og önnur fjarskiptatengsl eru kraftmikil og tryggja hámarksafköst við nauðsynleg samskipti við viðskiptavini, opinberar stofnanir og samstarfsaðila.

Þekkingaröflun og fagþekking.

Starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands fylgist með nýjungum á þeim sviðum sem fyrirtækið starfar á. Fyrirtækið gerist aðili að þeim samtökum, sem stjórnendur þess telur koma að haldi í þessu efni og er starfsfólki gefinn kostur á endurmenntun í einhverju formi með reglubundnum hætti.
Skrifstofuþjónusta Austurlands er forystufyrirtæki í þessari grein í fjórðungnum og leitast við að styðja og efla samstarf bókhaldsfyrirtækja. Veitir fyrirtækið þeim ráðgjöf og aðgang að fagþekkingu, eftir því sem eftir er leitað, enda komi fyrir eðlilegt endurgjald. 

Viðmót

Stjórnendur og starfsfólk Skrifstofuþjónustu Austurlands kappkostar að mæta þörfum viðskiptavinanna á öllum þeim sviðum, sem þjónustan er veitt á. Lögð er áhersla á snyrtimennsku í klæðaburði, kurteislega framkomu og þjónustulund. Um leið og verkaskipting starfsmanna er skýr, leggja þeir áherslu á gott samstarf þannig að öll þekking innan fyrirtækisins nýtist sem best í hverju verkefni.

Stjórnunarhættir, tilhögun þjónustu og starfssvið

Haldnir eru starfsmannafundir um innri mál fyrirtækisins og faglega þætti með reglubundnum hætti. Kappkostað verður að efla samstarf starfsmanna um leið og þeir vinna sjálfstætt sem þjónustufulltrúar einstakra viðskiptamanna. Áhersla er lögð á trúnaðarskyldu við þá og reglur settar um samskipti við þriðja aðila fyrir þeirra hönd. Gegn þessu er þess vænst að greiður aðgangur fáist að öllum þeim gögnum og upplýsingum viðskiptamanna, sem nauðsynlegar eru til þess að bókhald verði unnið hratt og reikningsskil verði áreiðanleg.
Að jafnaði verður þjónusta veitt í þeirri starfsstöð sem næst er notandanum, nema hann kjósi annað.
Eftirfarandi þjónusta er veitt af hálfu Skrifstofuþjónustu Austurlands.

A. Bókhaldsþáttur.

• Skipulagning fylgiskjala hjá viðskiptavinum.
• Færsla fylgiskjala.
• Gerð sölureikninga.
• Útprentun kröfuseðla – skráning krafna í bankalínu.
• Launavinnsla með skilagreinum um staðgreiðslu og önnur launatengd gjöld.
• Innsláttur bókhalds.
• Samanburður og afstemming við bankareikninga og aðra veltufjárreikninga.
• Gerð virðisaukaskattskýrslna.

B. Reikningsskila og skattskilaþáttur.

• Gerð ársreiknings með vinnuskjölum og skýringum.
• Gerð skattframtala með fylgiskjölum.
• Innsending til skattstjóra og ársreikningaskrár.
• Fyrirframútreikningur skatta.
• Bréfaskipti við skattstjóra og önnur opinber embætti.

C. Námskeiðshald.

• Bókhald og skipulag þess.
• Microsoft Excel.
• Microsoft Outlook.
• DK-hugbúnaður.

D. Aðrir starfsþættir.

• Umsjón fjármála samkvæmt sérstökum samningum.
• Aðstoð við búskipti.
• Stofnun og slit félaga.
• Aðstoð við eigendaskipti á hlutum í félögum.

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum