SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Áætlanir ríkisskattstjóra

Aðstoð við svarta atvinnustarfsemi?

Þegar sá sem þetta ritar hóf störf á vettvangi bókhalds og skattskila stóðu margir viðskiptavinir frammi fyrir áætluðum opinberum gjöldum, þegar þeir leituðu aðstoðar. Fjárhæðir áætlunar þóttu stundum með ólíkindum háar og allar götur ólíkar þeim tekjum, sem rekstraraðilarnir höfðu í raun. 

Aðspurð sögðust þáverandi skattayfirvöld ekki taka mið af líklegum tekjum við gerð áætlana, heldur var markmiðið að knýja skattaðila til framtalsskila. Á því hafði ég fullan skilning og ekki annað að gera en að aðstoða viðskiptavininn við að uppfylla lögmætar kröfur hins opinbera.

Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag virðist sem áætlanir taki fremur mið af líklegum tekjum, hugsanlega með hliðsjón af innkomnum verktakamiðum eða slíku.

Fjölmargar starfsgreinar fá lítið sem ekkert uppgefið af tekjum sínum á verktakalaunamiðum. Má þar sérstaklega nefna ferðamanna"iðnaðinn", sem vex nú hröðum skrefum. Því er alþekkt að innsendir verktakamiðar gefa engar upplýsingar um raunverulegar rekstrartekjur fjölmargra atvinnurekenda.

Nú er svo komið að rekstraraðilar, margir hverjir, gleðjast yfir áætlunum sínum og draga það í lengstu lög að skila inn réttu skattframtali.

(Þegar þetta er ritað hefur bloggari áætlun fyrir framan sig upp á tæp 200.000 kr., en rekstrartekjur viðkomandi aðila nema tugum milljóna og hagnaður að líkindum verulegur. )

Mér virðist sem Ríkisskattstjóri sé með þessum vinnubrögðum að stuðla að svartri atvinnustarfsemi og í raun búinn að gefast upp við að ná fram eðlilegum framtalsskilum. Á meðan fjölgar þeim rekstraraðilum, sem greiða áætlanir sínar árlega glaðir í bragði og eru síðan tilbúnir með nýja kennitölu þegar og ef ríkisskattstjóri skiptir um taktik.

Sigurjón Bjarnason

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum