SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Bókhald er sagnfræði.

Nýlega lýsti ég nauðsyn náins samstarfs framkvæmdastjóra og bókara, ef bókhaldið á að koma að gagni.

Við bókarar stöndum gjarna frammi fyrir spurningum viðskiptavina um hvaðeina sem varðar ákvarðanir í rekstrinum, einkum tengt skattamálum en einnig viðkomandi bankaviðskiptum og ávöxtun eigna.

Þá vakna spurningin: Hvað er bókhald?

Þegar við störfum að bókfærslu byggjum við á fyrirliggjandi gögnum. Þau þurfa að vera glögg og veita upplýsingar um tilfærslu fjármuna í rekstrinum.

Auk gagna fyrirtækisins þurfum við að þekkja lagareglur varðandi skattarétt, félagarétt og að sjálfsögðu lög um bókhald. Þessu þarf eigandi rekstrarins að geta treyst svo að vinna okkar sé honum einhvers virði.

Bókhaldsvinna er hins vegar ekki að benda mönnum á heppilegar leiðir í viðskiptum með tilliti til lagaumhverfis. Þá er bókarinn orðinn ráðgjafi auk bókarastarfsins. Auðvitað er staðreyndin sú að oft er leitað til bókarans áður en ákvarðanir eru teknar í rekstrinum og hann getur upplýst um ýmsa möguleika. En þá er hann kominn í ráðgjafahlutverkið og ekkert nema gott um það að segja.

En eigi að síður verður hann að vera meðvitaður um eðli bókhaldsvinnunnar sjálfrar. Henni má jafna við starf sagnfræðinga. Þeir byggja eingöngu á orðnum hlutum skrásetningu þeirra og birtingu. Við bókarar erum bókarar þegar við vinnum úr fyrirliggjandi gögnum, skráum þau og flokkum.

Svo erum við beðin um að bregða okkur í upplýsinga- og ráðgjafahlutverkið. Það er sjálfsagt að verða við slíku ef við teljum okkur vera þess umkomin. Það lífgar líka upp á starfið, en þá erum við að hvíla okkur á bókhaldinu um leið og við veitum viðskiptavininum annars konar aðstoð.   

Sigurjón Bjarnason

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum