SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Höfundaráritun ársreikninga

Pistill þessi er ritaður í tilefni af breytingum á lagaumhverfi þeirra sem semja ársreikninga samkvæmt fyrirliggjandi bókhaldi í þágu þeirra sem bera ábyrgð á rekstri félaga og annarra lögaðila.

Í lögum um einkahlutafélög og um ársreikninga eru lítil félög og örfélög undanþegin skyldu til að fá áritun skoðunarmanna eða endurskoðenda.

Þeir sem starfa við bókhald slíkra félaga og annarra skattskyldra og undanþeginna félaga geta lýst vinnu sinni á eftirfarandi hátt.

  1. Unnið er bókhald samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

  2. Stemmt er af við ytri gögn, svo sem yfirlit frá bönkum viðskiptavinum, opinberum aðilum ofl.

  3. Settur er saman ársreikningur svo sem skylt er samkvæmt lögum og samþykktum viðkomandi félaga.

  4. Auk ofangreinds eru unnin laun, gerðir sölureikningar og fleira eftir óskum og þörfum hvers viðskiptavina.

  5. Skattframtali er skilað á grunni bókhaldsins og ársreikningur sendur ársreikningaskrá.

Eins og gefur að skilja fer þessi vinna fram á ábyrgð kjörinna stjórna viðkomandi félaga, og annarra sem fara með fjárreiður félaganna. Hún er oft unnin af bókurum í verktöku eða starfsmönnum fyrirtækjanna.

Það er álit mitt að þrátt fyrir undanþágu þessa eigi allir eigendur og stjórnendur rétt á áritun þeirra sem vinna reikningsskil eigin félaga. Engin þaraðlútandi ákvæði er þó um það að finna í ofangreindum lögum. Til fróðleiks fyrir utanaðkomandi fer hér á eftir dæmigerð áritun þeirra sem unnið hafa ársreikninga á vegum Skrifstofuþjónustu Austurlands.

Til stjórnar og hluthafa í xxxxxx ehf.

Við höfum samið ársreikning XXXXXX ehf. fyrir árið XXXXX en hann hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi og skýringar nr. 1-?.

Ársreikningurinn er unninn í umboði stjórnar félagsins, sem ber ábyrgð á efni hans. Hann er byggður á bókhaldi og öðrum gögnum félagsins ásamt upplýsingum frá stjórnendum þess. 

Við höfum skipulagt og hagað vinnu okkar í samræmi við viðurkenndar aðferðir við gerð árlegra reikningsskila.  Höfum við sannreynt stöðu á bankareikningum, kannað réttmæti viðskiptakrafna og skulda og unnið framsetningu ársreikningsins í heild. 

Við höfum leitast við að haga framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju og allar upplýsingar sem okkur eru kunnar og skipta máli koma fram í honum.

Staður og dagsetning

Undirritun höfundar.

Eins og kunnugir átta sig á er áritunin ekki ósvipuð áritun skoðunarmanna að innihaldi. Meginmunurinn er sá að ekki er vikið að því að bókhald hafi verið yfirfarið hvað þá endurskoðað, heldur er sá sem undirritar gerandinn og starfsmaður eða þjónustuaðili viðkomandi félags, ekki utanaðkomandi eftirlitsaðili.

Tel þetta vera í anda þeirra lagabreytinga sem tekið hafa gildi að undanförnu og ætti einnig að vera í takt við þann raunveruleika sem ríkir í atvinnurekstri landsmanna.

Sigurjón Bjarnason

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum