SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands

Ekkert framtal - engin sök????

Undirritaður fann á vefnum, nánar til tekið á www.mbl.is eftirfarandi frétt í gær.

Undanfarin 40 ár hef ég staðið í þeirri trú að skattayfirvöld væru í fullum rétti til að áætla skatta, skili framteljendur ekki inn fullnægjandi skattframtali með viðhlítandi fylgigögnum. Standi áætlunin sem fullgild krafa á skattaðila þangað til inn hafa verið send gögn sem standast reglur og skoðun skattstjóra.

Í fljótu bragði sýnist mér Héraðsdómur Suðurlands snúa þessu við og samkvæmt honum virðist mér að Ríkisskattstjóri þurfi nú sjálfur að leggja fram sannanir gegn framteljendum, vilji hann ekki eiga á hættu að áætlanir hans verði felldar úr gildi. 

Eða hvað sýnist lesendum?

Er það nú orðið svo að skattþegnar geti látið undir höfuð leggjast að skila skattframtölum án þess að skattayfirvöld fái rönd við reist?

En .... ekki er allt sem sýnist.

Lögfræðingur hefur bent mér á að málið snúist ekki um skyldu til greiðslu skatta, heldur um það hvort framin hafi verið refsiverð háttsemi. Spurninguna um það hvort sekta skuli viðkomandi sérstaklega eða dæma hann í fangelsi. Það þýðir að sönnunarbyrðin fellur jafnt á ákæruvaldið og ákærða.

Sigurjón Bjarnason

 Fréttin hljóðar svo:

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur sýknað mann og tvö fyr­ir­tæki hans af meiri hátt­ar brot­um gegn skatta­lög­um. Sýknu­dóm­ur­inn grund­vall­ast af skorti á gögn­um. Í hon­um kem­ur meðal ann­ars fram að héraðssak­sókn­ari gekk ekki á eft­ir því að maður­inn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð til að gefa skýrslu. Eng­in vitni hafi verið kölluð til og því skorti gögn.

Maður­inn hafði til­kynnt að hann myndi ekki mæta við aðalmeðferð, til að gefa skýrslu, þrátt fyr­ir að hafa ekki lög­mæt for­föll. „Hefði slík skýrslu­gjöf verið eðli­leg­ur þátt­ur í sönn­un­ar­færslu sækj­anda fyr­ir dómi en […] get­ur ákær­andi lagt fyr­ir lög­reglu að sækja ákærða eða færa hann síðar fyr­ir dóm með valdi ef þörf kref­ur.“

Um var að ræða ákæru vegna van­greiðslu á sam­tals 19 millj­ón­um króna, ým­ist á virðis­auka­skatti eða staðgreiðslu launa.

Tekið er fram í dómn­um að hvorki verj­andi né sækj­andi hafi óskað eft­ir því að vitni yrðu leidd fyr­ir dóm­inn við aðalmeðferð „en skýrslu­gjöf vitna er eðli­leg­ur þátt­ur í sönn­un­ar­færslu saka­máls fyr­ir dómi“. Fram kem­ur í dómn­um að ein­ung­is liggi fyr­ir gögn sem aflað var af hálfu skatt­rann­sókn­ar­stjóra og héraðssak­sókn­ara, þar á meðal skýrsl­ur sem ákærði gaf.

Í dómn­um seg­ir að í þeim skýrsl­um hafi maður­inn til­tekið að aðrir nafn­greind­ir menn hefðu ann­ast bók­hald fé­lag­anna. Gagn­rýnt er að hjá héraðssak­sókn­ara hafi sá ákærði ekk­ert verið spurður um aðkomu þess­ara manna „þó að til­efni hafi verið til“. „Við meðferð máls­ins fyr­ir dóm­in­um hef­ur hvorki komið fram neitt um að þess­ir menn, sem ákærði nafn­greindi við skýrslu­gjöf sína hjá skatt­rann­sókn­ar­stjóra, hafi séð um fjár­mál og skatt­skil fé­lag­anna, né að þeir hafi ekki gert það, en um þetta ber ákæru­vald sönn­un­ar­byrði eins og annað sem er ákærða í óhag,“ seg­ir í dómn­um.

Dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að gegn neit­un manns­ins hafi ekki verið færð fram sönn­un um sekt sem ekki verði vé­fengd með skyn­sam­leg­um rök­um. Því verði hann sýknaður.

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum