SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Nýir liðsmenn

Um leið og við kveðjum gamla árið og heilsum því nýja er okkur ánægja að kynna tvo nýja liðsmenn Skrifstofuþjónustu Austurlands sem eru að hefja störf um þessar mundir.

Lára Björnsdóttir kemur til starfa sem bókari og almennur starfsmaður á skrifstofunni á Austurvegi 20 Reyðarfirði og verður þar til aðstoðar þeim Sigurbjörgu og Sigríði.

Lára hefur áður starfað sem verslunarstjóri hjá Olís á Reyðarfirði og séð um verkbókhald hjá Launafli.

Guðjón Smári Agnarsson mun starfa hjá SKRIFA að Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum og mun sinna bókhaldi, skattskilum og uppgjörsvinnu. Hann hefur fjölbreyttan bakgrunn á sviði stjórnunar og skrifstofustarfa. Síðast starfaði hann hjá ríkisskattstjóra á Egilsstöðum en auk þess hefur hann rekið bókaverslun í Reykjavík verið framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stöðvarfjarðar, svo eitthvað sé nefnt.

Skrifstofuþjónusta Austurlands býður þau Láru og Smára velkomin til starfa og hlakkar til að vinna með þeim að hinum fjölbreyttu verkefnum sem SKRIFA hefur með höndum.

 

 

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum