SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

10 ára kennitala

Fyrir nokkrum dögum áttaði undirritaður sig á því að Skrifstofuþjónusta Austurlands hefur nú starfað í 10 ár og rúmlega það. Þetta gerðist einhvern tíma þegar mér varð litið á kennitöluna sem endar á 05.

Það eru semsé rúm 10 ár síðan undirritaður ásamt forstöðumönnum KPMG stofnuðu þetta félag sem skyldi veita alhliða þjónustu á sviði skrifstofustarfa, svo sem sölureikningagerðar, launavinnslu bókhalds, reikningsskila og skattskila í nánu samstarfi við endurskoðendur KPMG og átti þetta að koma til móts við ýmsar þarfir smærri atvinnurekenda austanlands sem stóru endurskoðunarfyrirtæki hentaði ekki að uppfylla.

Undirritaður var í fyrstu eini starfsmaður fyrirtækisins en fljótlega bættist liðsauki, Ragnheiður Thorarensen, sem starfaði um nokkurt skeið hjá félaginu. Þá bættust Elín Sigríður Einarsdóttir og Sigrún Ingadóttir fljótlega í hópinn, en sú síðarnefnda starfar enn hjá SKRIFA.

Mikilvæg breyting var gerð á starfsemi félagsins þegar starfandi bókarar á Borgarfirði eystra, Seyðisfirði og Reyðarfirði gengu til samstarf við SKRIFA og stofnaðar voru starfsstöðvar á öllum þessum stöðum. Þetta voru þau Björn Aðalsteinsson á Borgarfirði, Margrét Vera Knútsdóttir á Seyðisfirði og Sigurbjörg Hjaltadóttir á Reyðarfirði. Samstarf þessa fólks hefur gengið með ágætum og óhætt að segja að viðskiptavinir hafi notið mikils góðs af því að hafa viðskipti við traustan þjónustuaðila sem býr yfir þeirri miklu reynslu og þekkingu sem þessir bókarar hafa tileinkað sér. Fyrir tveim árum færði Margrét sig yfir í annað starf og Eygló Björg Jóhannsdóttir tók við rekstri stofunnar á Seyðisfirði, sem hefur blómgast í hennar umsjá.

Róttækar breytingar voru gerðar á eignarhaldi SKRIFA árið 2011 þegar KPMG seldi hlut sinn í félaginu og gafst starfsfólkinu tækfæri til á að kaupa hlut sinn í félaginu. Hefur það síðan verðir alfarið í eigu starfsmanna.

Staðan í dag er sú að verkefnin eru ærin og listinn yfir þau lengist stöðugt. Samstarf við forystumenn og sérfræðinga innan KPMG hefur verið gott en auk þess er SKRIFA aðili að Félagi bókhaldsstofa og nýtur margháttaðrar faglegrar aðstoðar á vettvangi FBO.

Þegar líður að lokum 10 almanaksársins sem Skrifstofuþjónusta Austurlands hefur starfað er ekki annað að sjá en að þessi fyrsti áratugur hafi verið farsæll og að öll efni séu til bjartsýni fyrir hönd félagsins á komandi tímum.

Sigurjón Bjarnason.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum