SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Haustfagnaður SKRIFA á Seyðisfirði

 

Haustfagnaður starfsfólks SKRIFA var haldinn á Seyðisfirði laugardaginn 14. nóvember.

Mættir voru allir starfsmenn ásamt mökum (metþátttaka) og gestir voru Ingimar og Linda frá KPMG. Bráðskemmtilegur hópur. Dagskráin var í boði heimamanna og skipulögð af Eygló. Byrjað var að klífa upp að listaverkinu "Tvísöng" og tekið lagið þar inni. Fengu menn bergmál af sjálfum sér og öðrum í eyrun allt eftir því hvar staðið var. Þá sýndi Pétur Kristjánsson okkur Tækniminjasafnig og Ólöf María Gísladóttir leiddi okkur götur Seyðisfjarðar og lýsti merkilegum húsum. Að því búnu kynntum við okkur LungA-skólann sem er lýðskóli starfræktur á alþjóðavísu.

Eftir að hafa fengið kynningu á myndlistarsýningu í Skaftfelli hjá Tinnu forstöðumenni myndlistarmiðstöðvarinnar var etinn glæsilegur kvöldverður á bistróinu í sama húsi. Að lokum komið við á kránni "Hjá Láru" á leið í háttinn. Eftirminnilegur dagur í ótrúlega góðu veðri þrátt fyrir dapra spá.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum