SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Nýjung í þjónustu SKRIFA

Nýlega gerði Skrifstofuþjónusta Austurlands samning við Alcoa Fjarðaál sf. sem felur í sér kaup á þjónustu smærri verktaka sem starfa fyrir Alcoa og endursölu hennar til álversins. Auk þess er hlutverk Skrifstofuþjónustunnar að veita verktökum þessum þjónustu við bókhald, launaútreikning, sölureikningagerð og annað það sem viðvíkur reikningsskilum og skattamálum þeirra.

Markmið Alcoa með þessu er að fækka birgjum, en jafnframt að tryggja örugg skil þeirra sem selja þeim þjónustu sína á sköttum og öðrum lögbundnum sjóðagjöldum.

Nú þegar er verið að semja við fyrsta undirverktakann, en reynslan á eftir að skera úr um hvort þetta fyrirkomulag henti fleirum.

Skrifstofuþjónusta Austurlands - SKRIFA - fagnar þessum áfanga og væntir þess að með samningi þessum opnist nýjar leiðir til vaxtar fyrirtækisins og aukinni fjölbreytni í þjónustu, sem ætti eftir að nýtast sem flestum í austfirsku atvinnulífi.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum