SKILVIRK SKRÁNING
SKAPANDI ÞEKKING
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifað þann .
Í síðasta bloggi var farið yfir nýjar reglur varðandi frádrátt launþega á móti fengnum dagpeningum, einkum frá félagi þar sem þeir eru ráðandi aðilar. Sérstaklega skal tekið fram að þetta á ekki við þegar launþegar eru ótengdir vinnuveitanda. Skæðar tungur segja reyndar að til sé fólk á Íslandi sem fái dagpeninga og þar að auki allan útlagðan kostnað endurgreiddan, án þess að til skattskyldra tekna sé talið. Förum ekki nánar út í það.
En auk breyttra frádráttarreglna eru nú breyttir tímar varðandi frádrátt á móti ökutækjastyrk. Í stað þess að tíunda rekstrarkostnað bifreiðar, þegar komið er yfir 3000 km markið, hafa verið sett viðmiðum frádrátt, stiglækkandi eftir því sem eknum kílómetrum fjölgar. Launþegi þarf nú ekki lengur að halda til haga rekstrarkostnaði sínum, en styðst einfaldlega við eftirfarandi töflu við framtalsgerð 2015 vegna tekna á árinu 2014
Nánari upplýsingar er einnig að finna á slóðinni http://stjornartidindi.is/Advert.aspx?ID=41ddd635-9954-4835-99b8-2aaaec8c9e3b
Akstur í þágu launagreiðanda | Frádráttur vegna almenns aksturs á hvern ekinn km | Frádráttur vegna sérstaks aksturs á hvern ekinn km |
Frádráttur vegna torfæruaksturs á hvern ekinn km
|
0-1.000 km | 116 kr. | 133 kr. | 168 kr. |
1.001-2.000 km | 114 kr. | 131 kr. | 165 kr. |
2.001-3.000 km | 112 kr. | 129 kr. | 162 kr. |
3.001-4.000 km | 98 kr. | 113 kr. | 142 kr. |
4.001-5.000 km | 96 kr. | 110 kr. | 139 kr. |
5.001-6.000 km | 94 kr. | 108 kr. | 136 kr. |
6.001-7.000 km | 92 kr. | 106 kr. | 133 kr. |
7.001-8.000 km | 90 kr. | 104 kr. | 131 kr. |
8.001-9.000 km |
88 kr. |
101 kr. |
128 kr. |
9.001-10.000 km | 86 kr. |
99 kr. |
125 kr. |
10.001-11.000 km | 82 kr. |
94 kr. | 119 kr. |
11.001-12.000 km |
80 kr. |
92 kr. | 116 kr. |
12.001-13.000 km |
78 kr. | 90 kr. | 113 kr. |
13.001-14.000 km | 76 kr. |
87 kr. |
110 kr. |
14.001-15.000 km | 74 kr. |
85 kr. |
107 kr. |
15.001 og meira |
68 kr. |
78 kr. |
99 kr. |
Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.