SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Yfirlit ársins

Nú þegar líður að árslokum er rétt að líta yfir árangurinn frá síðustu áramótum og það helsta sem á dagana hefur drifið hjá starfsfólki SKRA.

Skattavertíðin hófst á hefðbundnum tíma í febrúar-mars og voru einstaklingar afgreiddir fyrir 31. maí. Náðu allir álagningu sem á annað borði skiluðu gögnum í tæka tíð. Ársreikningagerð fyrir félög hófst í janúar og stóð til september loka. Síðbúnir voru fjórir, sem voru sendir inn í kærufresti.

Skilað var nálægt 390 skattframtölum, þar af um það bil 90 lögaðilum en 300 einstaklingum. Öfugt við það sem búast má við, hefur fjölgað gerð einstaklingsframtala. Kemur það á óvart þar sem nú er framtalsgerð orðin afar auðveld á netinu fyrir fólk sem lítil umsvif hefur.

Á árinu tókum við að okkur bókhald fyrir hina nýstofnuðu Austurbrú og tökum þar með þátt í þeirri ánægjulegu uppbyggingu, sem þar á sér stað.

Viðskiptamannahópurinn er að öðru leyti nokkuð stabíll, endurnýjun lítil. Gjaldþrot eru ekki áberandi í okkar viðskiptamannahópi, sem betur fer, en einn og einn nýr viðskiptaaðili birtist, sem alltaf er gleðilegt.

Án þess að formleg könnun hafi verið gerð, skynjum við almenna ánægju með þá þjónustu, sem við veitum og komi upp kvartanir, sem gerist á bestu bæjum, reynum við að bæta úr því sem áfátt þykir.

Með nýju ári eru gerðar nýjar heitstrengingar. Starfsfólk SKRA ætlar þá að gera enn betur og uppfylla þarfir viðskiptavina eftir því sem best gerist á þessu sviði. Mannskapurinn er líka orðinn vel þjálfaður, bæði á hinu faglega sviði og í samstarfi í fjarlægð, sem ekki er alveg vandalaust.

Þau sem starfa að bókhalds, uppgjörs og skattaþjónustu hjá Skrifstofuþjónustu Austurlands eru:

Björn Aðalsteinsson Borgarfirði eystra.
Margrét Vera Knútsdóttir Seyðisfirði
Sigrún Ingadóttir Egilsstöðum.
Sgríður Ólafsdóttir Reyðarfirði
Sigurbjörg Hjaltadóttir Reyðarfirði.
Sigurjón Bjarnason Egilsstöðum.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum