SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

KPMG selur hlut sinn í SKRA

Þau tíðindi gerðust í september síðastliðnum að annar stofnaðili Skrifstofuþjónustu Austurlands, endurskoðunarfyrirtækið KPMG, seldi hlut sinn í félaginu. Þrír meðeigendur nýttu forkaupsrétt sinn en eftirstöðvarnar keypti Á.S. bókhald ehf. á Reyðarfirði. 

Er forsvarsmönnum KPMG þakkað ágætt samstarf við uppbyggingu SKRA um leið og við bjóðum þau Sigurbjörgu og Ásmund, eigendur Á.S. bókhalds velkomin í hluthafahópinn. Samstarfssamningur er enn í gildi við KPMG og er stefnt að því að í framtíðinni tengist fyrirtækin gegnum húsnæði eða á annan hátt.

Eftir þessi eigendaskipti skiptist eignarhald Skrifstofuþjónustu Austurlands þannig:

Snotra ehf. (Sigurjón Bjarnason) 40%
Á.S. bókhald ehf. 25%.
Björn Aðalsteinsson Borgarfirði 15%
Margrét Vera Knútsdóttir Seyðisfirði 10%
Sigrún Ingadóttir Egilsstöðum 10%

Starfsstöðvarnar eru áfram fjórar:
Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum.
Heiðmörk Borgarfirði eystra.
Hafnargata 28 Seyðisfirði.
Austurvegur 20 Reyðarfirði

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum