SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Ljót saga - en lærsómsrík

Í árslok 2005 keypti einstaklingur bíl af einkahlutafélagi, sem var alfarið í hans eigu. Í stað þess að staðgreiða bílinn, dróst greiðslan fram á árið 2006, en í mars mánuði það ár var andvirði bílsins greitt að fullu inn í félagið.

Um var að ræða fjárhæð upp á ca 3,7 milljónir.

Í sumar féll dómur í máli þessa einstaklings á þá lund að ríkissjóður eignaðist allt að 50% af andvirði bílsins á grundvelli skattalaga og laga um einkahlutafélög.

Sérfræðingar í skattarétti hafa ekki fundið rök gegn slíkri framgöngu, yfirskattanefnd hefur margsinnis úrskurðað um réttmæti slíkrar eignaupptöku og umboðsmaður Alþingis hefur valið að horfa á þessa þróun með blinda auganu.

Einstaklingurinn var í þessu tilfelli grandlaus um að hann væri að fremja lögbrot og engar viðvaranir voru gefnar áður en skattlagning var ákveðin, aðeins bent á lagagreinar, sem talið var að heimiluðu ríkisvaldinu slíkar aðgerðir.

Verði þessum dómi ekki áfrýjað má búast við því að umboðsmaður fjármálaráðuneytisins, ríkisskattstjóri, láti kanna bókhald allra einkahlutafélaga, þar sem einn maður á ráðandi hlut, skoði nákvæmlega allar hreyfingar á reikningi eiganda og leggi tekjuskatt á þá fjárhæð sem hæst er í krafti þessara lagaákvæða.

Jafnvel þó skuldin standi aðeins í einn dag.

Ástæðan fyrir öllu þessu er einfaldlega sú að löggjafi og framkvæmdavald hafa misst sjónar á muninum á tekjum og lánveitingu, þ.e. skuldasöfnun.

Í ljósi sögunnar er þessi ruglingur eðlilegur

Hins vegar sýnir þetta að mikilvægt er að koma þjóðinni í skilning um það, að fengið lán krefst endurgreiðslu og að undir tekjuhugtakið falla eingöngu atvik þegar aukin verðmæti verða til í höndum skattþegns, en ekki þegar eignir og skuldir hækka að jöfnu.

Sigurjón Bjarnason

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum