SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Staða verkefna að vori

Starfsfólk SKRA hefur nú að mestu lokið gerð einstaklingsframtala ársins og þar með staðist þær auknu kröfur Ríkisskattstjóra, sem gerðar hafa verið til framtalsskila, en lokadagur er nú auglýstur 19. maí. Í þessu hefur SKRA því uppfyllt þær kröfur sem almennt eru gerðar til áreiðanleika og stundvísi á okkar starfssviði.

Enn eru þó margir ársreikningar félaga ógerðir, en frestur til skila á framtölum lögaðila er til 15. september næstkomandi. Þróun markaðarins er að verða sú að sumarið er orðinn háannatími, en margir viðskiptavinir okkar, einkum ferðaþjónustuaðilar, hafa langmest umleikis yfir sumarmánuðina.

Segja má að álag á starfsfólk SKRA sé hæfilegt. Sumarleyfistími er nú að hefjast og höfum við lagt drög að "vaktaskiptum" sumarsins. Nýir viðskiptavinir eru þó að sjálfsögðu alltaf velkomnir og áfram munum við veita þjónustu á sem flestum sviðum sem tengjast reikningsskilum og skattskilum.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum