SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
 • SKILVIRK SKRÁNING
  SKAPANDI ÞEKKING

  Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
  ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Þjónusta við atvinnulíf á Austurlandi

Skrifstofuþjónusta Austurlands (SKRA) hefur nú starfað í 4 ár og þjónað um það bil þrjú hundruð fyrirtækjum og einstaklingum við bókhald, gerð ársreikninga, skattframtala auk annarra tengdra verkefna.

Til fyrirtækisins var stofnað í samstarfi milli KPMG hf. og Sigurjóns Bjarnasonar og er skrifstofa félagsins að Fagradalsbraut 11 Egilsstöðum.

Kappkostað hefur verið að
 • veita trausta, persónulega og hagkvæma þjónustu,
 • standa skil á gögnum til hins opinbera fyrir eindaga.
 • útvega þekkingu og sérfræðiþjónustu, sem hentar hverju verkefni,
 • halda trúnað gagnvart viðskiptavinum,
 • tryggja afleysingu í orlofi svo að viðskiptavinur getur ávallt gengið að þjónustu vísri og að
 • vista gögn hjá vottuðum hýsingaraðila, sem veitir fullkomnustu vírusvörn og trygga afritatöku.

Starfsstöðvar fyrirtækisins eru fjórar, á Egilsstöðum, Borgarfirði eystra, Seyðisfirði og á Reyðarfirði.

Á Egilsstöðum og Reyðarfirði hefur endurskoðunarfyrirtækið KPMG starfsstöðvar í sama húsnæði og SKRA. Nokkuð fer í vöxt að meðalstór fyrirtæki feli fagaðilum bókhald eða hluta af skrifstofuverkefnum, sérstaklega ef ekki er grundvöllur fyrir fullu starfi á skrifstofu. Leiðir það gjarna til lægri rekstrarkostnaðar og betri einbeitingar að kjarnastarfsemi hvers fyrirtækis auk þess sem með því næst beint samband við fagaðila á sviði fjármála- og skattaráðgjafar.SKRA hefur gert samninga við nokkur fyrirtæki um slíka þjónustu og er reiðubúið að gera föst verðtilboð í afmarkaða þætti. Framkvæmdastjóri Skrifstofuþjónustu Austurlands er Sigurjón Bjarnason, en hann hefur lengi starfað við bókhald og stjórnun fyrirtækja og hefur nýlokið diplomanámi á meistarastigi í skattarétti við Háskólann á Bifröst.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum