SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Nýr samstarfsaðili

Þann 14. desember sl. var undirritaður samstarfssamningur Skrifstofuþjónustu Austurlands við fyrirtækið Á.S. Bókhald á Reyðarfirði. Tekur hann gildi frá næstu áramótum og felur í sér aðgang starfsmanna Á.S.Bókhalds að verkbókhaldi SKRA til tímaskráningar sem grundvöll að gerð sölureikninga, um leið og SKRA annast alla sölu og markaðssetningu fyrir Á.S.bókhald.

Markmiðið er að efla þjónustu beggja samningsaðila en viðhalda jafnframt þeirri stefnu að veita persónulega þjónustu, þannig að hver bókari hafi sem nánast samband við sína viðskiptavini.

Þá hefur KPMG sett upp starfsstöð í húsnæði Á.S. bókhalds að Austurvegi 20 Reyðarfirði, og hefur með því nálgast viðskiptavini sína í Fjarðabyggð.

SKRA og KPMG vænta þess að íbúar Fjarðabyggðar nýti sér þá fjölbreyttu þjónustu sem þessi tvö þekkingarfyrirtæki veita og væntir um leið mikils og góðs af samstarfi við starfsfólk Á.S.Bókhalds, þær Sigurbjörgu Hjaltadóttur og Sigríði Ólafsdóttur.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir | S: 471 1171 | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum