SKILVIRK SKRÁNING
SKAPANDI ÞEKKING
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifað þann .
Framtalavertíð að baki
Þegar þetta er ritað hefur starfsfólk SKRIFA lokið við innsendingu allra framtala ársins ásamt sendingu ársreikninga til ársreikningaskrár.
Nokkur fjölgun hefur orðið í hópi viðskiptavina eins og neðanskráð tafla sýnir:
2016 |
2018 |
Fjölgun |
Aukning |
|
Einstaklingar |
332 |
369 |
37 |
11,14% |
Lögaðilar |
124 |
151 |
27 |
21,77% |
Samtals |
456 |
520 |
64 |
14,04% |
Þrátt fyrir aðgengilegt viðmót á þjónustuvef ríkisskattstjóra www.skattur.is fjölgar þeim einstaklingum sem leita til okkar. Þar er einkum um að ræða erlenda starfsmenn hjá viðskiptavinum okkar og mögulega aðra sem tengjast fyrirtækjunum, en lögaðilum í viðskiptum hjá okkur fjölgar jafnt og þétt.
Þó að skilafrestur hefur verið styttur bæði hjá einstaklingum og lögaðilum hefur okkur tekist að koma frá okkur framtölum og ársreikningum þeirra sem skiluðu okkur gögnum í tæka tíð.
En þó að þetta hafi sloppið til hjá SKRIFA eru margir kollegar okkar í verri málum og stefna samtök okkar að samræðum við ríkisvaldið um að breyta tilhögun skattskila þannig að þau megi dreifast betur, þar sem styttur frestur hefur þýtt aukið álag á starfsfólk bókhalds- og endurskoðunarstofa með aukinni villuhættu í framtölum og þar með ótraustari skattstofnum. Verður að vænta þess að ríkisvaldið hafi skilning á þessum málum.
Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.