SKILVIRK SKRÁNING
SKAPANDI ÞEKKING
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.
Skrifað þann .
Ríkisskattstjóri hefur ákveðið að ljúka álagningu opinberra gjalda á einstaklinga þann 1. júní næstkomandi, sem er mánuði fyrr en á síðasta ári. Mikilvægt er því að þeir sem veita þjónustu við framtalagerð virði tímamörk og skili framtölum í tæka tíð svo að ekki komi til áætlunar opinberra gjalda á viðskiptavinina.
Í tilefni af þessu tókum við hjá SKRIFA stöðuna við framtalagerð áður en páskahátíðin gekk í garð.
Niðurstaðan var sú að vinnunni hefur miðað vel og virðast viðskiptavinir okkar geta treyst því að framtöl þeirra skili sér í tíma, svo að ekki komi til áætlunar opinberra gjalda í ár.
Skattframtöl eru unnin á vegum SKRIFA á Egilsstöðum, Borgarfirði og Reyðarfirði, en einnig er stefnt að því að starfstöðin á Djúpavogi veiti þá þjónustu enda hafa Lilju borist nokkur slík verkefni nú þegar. Verkefnin eru því ærin á þessum stöðum en einnig er mikið álag á skrifstofu SKRIFA á Seyðisfirði þar sem Eygló sinnir nú bókhaldi Seyðisfjarðarkaupstaðar til bráðabirgða á meðan nýr bókari hefur ekki verið ráðinn til bæjarins í stað Margrétar Veru Knútsdóttur sem lét af störfum í desember síðastliðnum.
Þegar sér fyrir endann á skilum einstaklingsframtala tekur við gerð ársreikninga og framtala fyrir félög, en þeirri vinnu skal lokið fyrir ágústlok næstkomandi. Allmörg félög hafa þó fengið sitt ársuppgjör 2017 hjá SKRIFA nú þegar og er ekki annað fyrirséð en að áætlanir við þá vinnu standist einnig kröfu ríkisskattstjóra auk þess sem skil til ársreikningaskrár í ár ættu að uppfylla kröfu ársreikningalaga.
SB
Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.