SKRIFSTOFUÞJÓNUSTA AUSTURLANDS
Skrifstofuþjónusta Austurlands
  • SKILVIRK SKRÁNING
    SKAPANDI ÞEKKING

    Skrifstofuþjónusta Austurlands veitir þjónustu um allt Austurland og
    ennfremur til annarra landsfjórðunga ef svo ber undir.

Kósíkvöld á Skorrastað

Starfsfólk SKRIFA hélt sína árlegu haustgleði þann 18. nóvember sl. Mættir voru flestir starfsmenn SKRIFA ásamt mökum og auk þess tveir gestir frá KPMG, en þeir fá jafnan að fljóta með á slíkar samkomur. Safnast var saman í salarkynnum Skorrahesta ehf. á Skorrastað þar sem borið var fram ljúffengt lambalæri í fitu- og vöðvafyllingarflokki U4 (Evrópustaðall) að viðbættum forréttum og eftirrétti. Móttökur húsbænda voru frábærar, sungið og sögur sagðar. Þá sagði Þórður okkur frá starfseminni, en Skorrahestar ehf. starfa fyrst og fremst á sviði hestaferða en selja jafnframt gistingu ásamt veitingum og ýmissi afþreyingu. Húsmóðirinn, Theodóra, vinnur ýmsa listgripi úr heimafengnu hráefni og selur sem minjagripi.

Mörg okkar voru að fara sína fyrstu ferð í gegnum Norðfjarðargöngin, sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á fyrirtæki eins og Skrifstofuþjónustu Austurlands, sem gefur sig út fyrir að þjóna öllum fjórðungnum og jafnvel landinu öllu.

Á myndinni sést yfir veislusalinn þar sem húsbóndinn, Þórður Júlíusson, stendur við hlaðborðið.

Samstarfsaðilar

HAFÐU SAMBAND

Ertu með spurningar eða verkefni sem þarfa að leysa?
Hafðu þá samband við okkur og við aðstoðum þig við að greiða úr vandanum.

Hafa samband

Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf | Fagradalsbraut 11 | 700 Egilsstaðir  | This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. | kt: 671005-0740 | vsk nr: 88335

PES | Vefum & hönnum